DAYTON HAMVENTION 2025
Dayton Hamvention 2025 fer fram á sýningarsvæði Greene County Fair and Expo Center í borginni Xenia í Ohio í Bandaríkjunum þessa helgi 16.-18. maí. Búist er við mikilli aðsókn, en nýtt aðsóknarmet var slegið í fyrra 2024.
Alltaf eru spennandi nýjungar til kynningar á sýningunni. Í ár kynnir FlexRadio t.d. nýja Aurora línu SDR 500W HF sendi-/viðtækja; AU-520 og AU-520M HF/6m Icom kynnir nýja PW2 HF 1kW magnarann og nýju IC-7760 SDR HF 200W sendi-/viðtækið. Ekki er vitað um íslenska leyfishafa sem sækja sýninguna heim þetta árið.
Hinar tvær stóru sýningarnar fyrir radíóamatöra eru:
HAM RADIO 2025 verður haldin helgina 27.-29. júní n.k. á sýningarsvæði Neue Messe 1 í borginni Friedrichshafen í Þýskalandi og TOKYO HAM FAIR 2025 verður haldin helgina 23.-24. ágúst n.k. á sýningarsvæði Tokyo Ariake GYM-EX í höfuðborginni Tokyo.


Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!