,

CQ WW WPX KEPPNIN Á MORSI 2025.

Ein stærsta morskeppni árisins, CQ WW WPX á morsi verður haldin á laugardag 24. maí kl. 00:00 til sunnudags 25. maí kl. 23:59.
Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + raðnúmer.
https://www.cqwpx.com/rules

Markmiðið er að hafa sambönd við kallmerki með eins mörg forskeyti (e. prefixes) og mögulegt er á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz.

Þetta er 48 klst. keppni, en einmenningsstöðvar mega mest taka þátt í 36 klst. Á þátttökutímanum má taka eins mörg hlé og menn vilja, en hvert miðast að lágmarki við 60 mínútur.

Samband við hverja stöð gefur punkta einu sinni á bandi. Sambönd við stöðvar í Evrópu gefa 1 punkt á 14, 21 og 28 MHz; en 2 punkta á 1.8, 3.5 og 7 MHz. Sambönd við stöðvar utan Evrópu gefa 3 punkta á 14, 21 og 28 MHz; en 6 punkta á 1.8, 3.5 og 7 MHz.

Margfaldari er summa fjölda forskeyta sem haft er samband við og reiknast einu sinni, burtséð frá fjölda sambanda/banda.

Með ósk um gott geng!

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fifteen − thirteen =