,

Tilmælin um fjaraðgang sem samþykkt voru í Varna og sagt var frá í lok fundar hjá ÍRA síðastliðið fimmtudagskvöld

Eftirfarandi þýðing  fjaraðgangsnefnd á tilmælunum frá Varna var lögð fram á aðalfundi ÍRA 11. júní 2015

Starfræksla með fjarstýringu

Starfræksla með fjarstýringu er skilgreind svo, að leyfishafi stjórni amatörstöð með fjarstýribúnaði.

Þar sem stöð er starfrækt með fjarstýringu skal virða eftirfarandi skilmála:

1.   Starfræksla með fjarstýringu verður að vera leyfð, eða látin óátalin, af stjórnvöldum landsins sem stöðin er í.

2.   Nota á kallmerkið sem stjórnvöld landsins sem stöðin er í hafa gefið út. Þetta gildir án tillits til staðsetningar þess sem stýrir.

3.    Hafa skal í huga að tilmæli SC11_C4_07 tiltaka að aðildarfélögin veki athygli meðlima sinna á því  að T/R 61-01 tilmælin taka aðeins til fólks sem notar sitt eigið kallmerki, með viðeigandi landsforskeyti, þegar viðkomandi heimsækir landið í raun. Þau taka ekki til starfrækslu með fjarstýringu.

4.    Aðrir skilmálar, er varða þátttöku fjarstýrðra stöðva í keppni  eða öflun verðlauna, eru málefni hinna ýmsu skipuleggjenda slíkara atburða.

Frumtexti

Recommendation VA14_C4_REC_04:

That the following text be published in the VHF and HF Managers Handbook:

Remote Controlled Operation

Remote controlled operation is defined to mean operation where a licensed operator controls an amateur radio station from a remote control terminal.

Where a station is operated remotely, the following conditions shall apply:

1. Remote operation must be permitted, or not objected to, by the Regulatory Authority of the country where the station is located.

2. The call sign to be used should be the call sign issued by the Regulatory Authority of the country in which the station is located. This applies irrespective of the location of the operator.

3. It should be noted that Recommendation SC11_C4_07 states that member societies bring to their members attention that the T/R 61-01 agreement only applies to people using their own call sign, with the appropriate country prefix, when the operator is actually visiting that country, not for remote operation.

4. Any further requirements regarding the participation of remotely controlled stations in contests or award programmes are a matter for the various contest or award programme organisers.

Proposed by: CRC

Seconded by: HRS

The motion was carried with one vote against and two abstentions

Upprunaleg frétt 18. nóvember 2014

Við höfum beðið í nokkra mánuði eftir niðurstöðu frá Varna um ýmis mál og líklega brennur einna heitast niðurstaðan um fjaraðgang, fjarstýringu amatörsendistöðvar, hér á eftir er niðurstaðan þýdd á íslensku:

Tilmæli VA14_C4_REC_04:

…að eftirfarandi texti verði birtur í handbókum VHF og HF stjóra.

 

Fjaraðgangur
Með fjaraðgangi er átt við þá notkun sendistöðvar að aðili með radíóamatörleyfi stjórnar amatörstöð úr fjarlægð með fjarstýribúnaði.
Þar sem stöð er notuð með fjaraðgangi, skulu eftirfarandi skilyrði gilda:
1. Fjarstýring sé leyfð eða ekki bönnuð af eftirlitsyfirvaldi þess lands, sem stöðin er staðsett í.
2. Nota ætti kallmerki það, sem eftirlitsyfirvöld landsins, sem stöðin er í, hafa úthlutað stöðinni sama hver staðsetning þess, sem er að vinna með stöðina, er.
3. Kallmerki samkvæmt CEPT T/R 61-60 gilda einungis fyrir amatör sem notar sitt eigið kallmerki með viðeigandi auðkenni lands og sem staddur er í viðkomandi landi en ekki fyrir fjarstýringu stöðvar .
4. Um notkun fjarstýrðra stöðva í keppnum gilda að auki viðkomandi keppnisreglur.
Allar ábendingar um betri þýðingu eru velþegnar.
Samkvæmt núverandi reglugerð ber íslenskum amatör sem setur upp stöð tímabundið á öðru landssvæði innan lands, hvort sem hann á tækin sjálfur eða fær þau lánuð, að bæta ” /svæðisnúmer ” við sitt kallmerki og þar af leiðandi ekki hægt að sjá annað en að fullkomlega rétt sé að sá íslenskur eða erlendur radíóamatör staddur á Íslandi sem fær stöðina hans Þorvaldar í Otradal lánaða geri rétt með því að nota sitt kallmerki/4 eins og reglurnar eru í dag.
…enda er það í samræmi við niðurstöðu nefndar ÍRA um stefnumótun í fjaraðgangsmálum frá 18. apríl 2013, kafli 1.9 Kallmerki:
“Þegar íslenskur leyfishafi sækir annan heim og notar stöð hans, hefur það gjarnan verið samkomulagsatriði milli þeirra hvort kallmerkið er notað. Að óbreyttu mælir nefndin með því að sama verði viðhaft í tilfelli fjarstýringar. Nefndin telur að handhafi þess kallmerkis sem er notað sé þar með ábyrgur fyrir starfrækslunni. Ef leyfishafi notar kallmerki sitt til fjarstýringar á sendi utan þess svæðis sem númerið í kallmerkinu gefur til kynna, telur nefndin að það sé hliðstæða við eftirfarandi málsgrein í 8. gr.:

Þegar leyfishafi notar búnað sinn tímabundið á nýjum stað skal hann bæta við kallmerki sitt skástriki og tölustaf sem gefur til kynna svæðið sem hann er fluttur til “.

Nefndin telur að orðalagið “sem hann er fluttur til ” vísi til búnaðarins, ekki leyfishafans, enda er áður búið að fjalla um aðsetursskipti leyfishafa í 7. gr.”

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × one =