,

SAC 2014 fjaraðgangur frá Reykjavík

Ég held að ég tali fyrir munn allra radíóamatöra þegar ég segi frá því og fagna að í september verður kallmerkið TF4X með í SAC CW 2014 í flokknum Multi Op./Single TX/All Band [MULTI-ONE]. Þetta er nú hægt með því að tengjast við stöðina í Otradal, TF4X með Remote búnaði sem keyptur hefur verið til landsins.  Remote búnaðurinn verður í Reykjavík.

Nú er skorað á áhugasama og færa CW leyfishafa að slást í hópinn.  Þetta er einstakt tækifæri til þess að taka þátt í SAC með nýjum búnaði og nýrri tækni og kynnast því um leið hvað amatörradíó getur verið skemmtilegt.  Fyrir hina sem ekki geta tekið þátt þá eru þeir boðnir velkomnir í heimsókn til þess að skoða og þiggja kaffibolla.

73 Guðmundur, TF3SG

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

thirteen − four =