,

VF.is: Beint samband til Norður Kóreu frá Garðskagavita

Víkurfréttir – Amatörar á Garðskagavita

– Íslenskir radíóamatörar í Sjónvarpi Víkurfrétta

Íslenskir radíóamatörar komu saman við Garðskagavita um nýliðna helgi. Heimsókn radíóamatöranna fór ekki framhjá fólki sem sótti Garðskaga heim en tvö risastór loftnet sáust víða að enda annað þeirra svipað Garðskagavita á hæð.

Radíóamatörarnir héldu sérstaka vitahelgi en um helgina var alþjóðleg vitahelgi. Þá koma radíóamatörar saman við vita víðsvegar um heiminn og senda út kallmerki sín. Yfirleitt fara ekki flókin samskipti fram í gegnum talstöðvarnar, heldur gefa menn upp kallmerki sitt og staðsetningar. Þannig voru radíóamatörarnir á Garðskaga í samskiptum við kollega sína víðsvegar um heiminn.

egar Víkurfréttir komu við í búðum talstöðvarfólksins voru þeir m.a. í sambandi við aðila í Norður Kóreu. Þá var einnig verið að nota Mors og var áhugamaður um það í sambandi við aðila í Þýskalandi og á Bretlandseyjum. Þegar nóttin brestur á næst hins vegar Mors-samband víðar.

Stefán Arndal var hjá Gufunesradíói í 30 ár. Hann er áhugamaður um Mors.

Stefán Arndal var hjá Gufunesradíói í 30 ár. Hann er áhugamaður um Mors.

 

Vígaleg loftnet á Garðskaga um nýliðna helgi.

Vígaleg loftnet á Garðskaga um nýliðna helgi.

 

Radíóamatör í samskiptum við kollega hinu megin á hnettinum.

Radíóamatör í samskiptum við kollega hinu megin á hnettinum.

 

Yaki loftnetið

Yaki loftnetið

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

17 − thirteen =