,

VEL HEPPNAÐUR LAUGARDAGUR Í SKELJANESI.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A mætti í Skeljanes með ”Dótadag” laugardaginn 18. október.  Honum til aðstoðar var Karl Georg Karlsson, TF3CZ og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID.

Vel heppnaður viðburður og 14 manns á staðnum. Ari fjallaði m.a. um truflanir og ráð við því þegar notað er viðtæki yfir netið á móti sendi. Hann sýndi mönnum líka og kynnti viðtæki sem eru staðsett út um allan heim og hvernig hægt er að nota viðtæki yfir netið til að hlusta á merki (og sjá) frá gervitunglum, SSB, „Slow-scan“ (SSTV), RTTY, mors (CW), FT8, FT4 og…svo framvegis. Ari sýndi m.a. hvernig er hægt að hlusta á „allan heiminn“ yfir netið – meira að segja án þess að hafa loftnet eða sendistöð.

Ari fékk til liðs við sig Karl Georg Karlsson, TF3CZ sem útskýrði og kynnti fyrir mönnum SDR viðtækið á VHF yfir netið sem er staðsett í Perlunni. Vefslóð: http://sdr.ekkert.org

Til gamans var einnig sýnt hvernig hægt er að taka á móti merkjum frá [sumum] bifreiðum í umferðinni í Reykjavík, t.d. bifreiðategund, þrýsting í hjólböðum og almennar upplýsingar frá gangverki vélarinnar. Á meðfylgjandi mynd má t.d. sjá ýmsar upplýsingar um bíla sem voru á akstri eftir Bústaðavegi í Reykjavík…og allt þetta á 434 MHz.

Sérstakar þakkir til Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A fyrir þetta frábæra framtak sem og til Karls Georgs Karlssonar, TF3CZ! Einnig þakkir til þeirra beggja og til Einars Sandoz, TF3ES fyrir ljósmyndir og til Sveins Goða Sveinssonar, TF3ID fyrir frábært kaffi og meðlæti.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

2 × 3 =