,

VEL HEPPNAÐIR VORLEIKAR ÍRA.

Vorleikar ÍRA 2025 voru haldnir 2.-4. maí. Mikil ánægja ríkti meðal félaganna, en alls voru 26 kallmerki skráð en skilað var inn gögnum fyrir 24 kallmerki.

Georg Kulp, TF3GZ er sigurvegari Vorleika ÍRA 2025. Vel útbúinn bifreið, fjöldi virkjaðra reita, þátttökutími og gott skipulag tryggði Georg 1. sætið og 254.670 heildarpunkta.

Jón Atli Magnússon, TF2AC er í 2. sæti með 164.662 heildarpunkta og Andrés Þórarinsson, TF1AM í 3. sæti með 157.760 heildarpunkta. Niðurstöðurnar kunna eitthvað að breytast eftir því sem þeir sem logguðu á pappír setja niðurstöðurnar inn á leikjavefinn í vikunni.

Hamingjuóskir til Georgs, Jóns Atla og Andrésar með glæsilegar niðurstöður!

Þakkir til félagsmanna fyrir þátttökuna. Sérstakar þakkir til Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY umsjónarmanns Páskaleikanna fyrir vel heppnaðan viðburð, frábæran gagnagrunn og framúrskarandi gott utanumhald.

Stjórn ÍRA.

Georg Kulp TF3GZ náði bestum árangri í Vorleikum ÍRA 2025. Loftnet á öllum böndum. Vel útbúinn fararskjóti Georgs TF3GZ staddur á Reykjanesi. Ljósmynd:TF3GZ.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

14 + eight =