,

VEL HEPPNAÐ ERINDI TF3T Í SKELJANENSI.

Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 13. október. Á dagskrá var 4. erindið á fræðsludagskrá félagsins haustið 2025 sem var í umsjá Benedikts Sveinssonar, TF3T: „Keppnisstöðin TF3D á Stokkseyri; endurbætur og keppnir”.

Benedikt sagði frá fjarskiptastöð þeirra bræðra, Benedikts, TF3T og Guðmundar Sveinssonar, TF3SG sem er rétt fyrir norðan Eyrarbakka og kallast Mýri. Þetta er gömul norðurljósaathugunarstöð, sem var hluti af heimsathugunarkerfi; en þessi stöð var lögð niður. 

Þeir bræður fengu stöðina til afnota með fjölda mastra árið 2021 og hafa byggt upp góða keppnisstöð á amatörböndum, þ.e. 160m, 80m, 40m, 20m, 15m og 10m. Því fylgja loftnetaskiptarar, samkeyrslubúnaður, Beverage-hlustunarloftnet fyrir lægri böndin og auðvitað, umfangsmikil smíði loftneta, uppsetning þeirra og viðhald. 

Mest er gaman, sagði Benedikt vera að sitja í stöðvarhúsinu og taka þátt í keppnum, og það geta tveir unnið samtímis. Fjarstýribúnaður til staðar þannig að það má vinna að heiman. 

Benedikt sýndi fjöldann allan af myndum og útskýrði loftnetssmíði, uppsetningu og viðhald og það var alveg ljóst að verkefnið hefur tekið verulega á.

Erindi Benedikts var vel tekið og margir voru með spurningar. Á eftir spunnust umræður um loftnet, smíði alla og efnisval.

Sérstakar þakkir til Benedikts Sveinssonar, TF3T fyrir áhugavert erindi og vel flutt. Ennfremur þakkir til Georgs Kulp, TF3GZ fyrir ljósmyndir og Sveins Goða Sveinssonar, TF3ID fyrir að annast kaffiveitingar.

Alls mættu 27 manns í Skeljanes þetta vel heppnaða fimmtudagskvöld, þ.á.m. 5 nýir radíóamatörar sem bíða eftir kallmerkjum: Björn Bjarnason, Hermann Karl Björnsson, Kristinn Fannar Pálsson, Markus Johannes Pluta og Sveinbjörn Antonsson. Ennfremur þrír sem fengu amatörleyfi fyrir ári (2024): Jón Atli Magnússon, TF2AC, Gunnar B. Guðlaugsson, TF5NN og Guðjón Már Gíslason, TF3GMG.

Stjórn ÍRA.

(Upptaka var gerð af erindi TF3T sem verður á boði fljótlega á þessum vettvangi).

(Texti: Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður ÍRA).

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

ten + 3 =