,

Útileikarnir 2025 eru byrjaðir.

TF útileikar ÍRA byrjuðu kl. 12:00 á hádegi í dag (laugardag) og lýkur á mánudag kl. 12:00 á hádegi. Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt! Hægt er að skrá sig á leikjavefinn allan tímann sem leikarnir standa yfir. Vefslóð leikjavefur: https://leikar.ira.is/  Vefslóð upplýsingar: https://www.ira.is/tf-utileikar/

Heimilt er að hafa sambönd alla dagana, en til að sem flestir nái saman er mælt með þessum tímum:

  • Laugardagur 2. ágúst: kl. 12-14 og kl. 20:30-22.
  • Sunnudagur 3. ágúst: kl. 09-11 og kl. 17:30-19.
  • Mánudagur 4. ágúst: kl. 10-12.

Leikarnir fara fram á 160, 80, 60 og 40 metrum. Miðað er við eftirfarandi tíðnir:

1.845 MHz – LSB.
3.633 MHz – LSB (og 3.640 MHz til vara).
5.363 MHz – USB.
7.120 MHz – LSB.

Félagsstöðin TF3IRA verður QRV í leikunum a.m.k. á morgun (sunnudag) frá kl. 09:00. Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA virkjar stöðina frá Skeljanesi.

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA mun virkja TF3IRA í TF útileikunum. Ljósmynd: TF3UA.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eighteen − 18 =