,

UT5UDX, M0SDX, TA2ZF, UT0U, 5B4AMM, P3X.

Hvað hafa öll þessi kallmerki sameiginlegt. Jú, þau tilheyra öll sama manninum. Og hver er hann og hvað er svona merkilegt?

Maðurinn heitir Sergei Rebrov, og núna á föstudagskvöldið [10. október] stýrir hann landsliði Úkraínu í fótbolta (áður sagt í knattspyrnu) gegn okkar mönnum á Laugardalsvellinum. Sjálfur hef ég haft fjöldann allan af keppnissamböndum við Sergei, við fljóta talningu sýnist mér þau vera 102. Það fyrsta árið 2001.

Eftir að okkar menn unnu Azerbaijan í leik hér í byrjun September, fékk ég þá flugu í höfuðið að það væri nú gaman að hitta Sergei, þegar ég sá fram á að Úkraínumenn kæmu hér til að spila í október. Dreif í að senda honum tölvupóst og stakk uppá heimsókn í Skeljanes ef hann sæi sér fært. Svaraði samdægurs og hafði áhuga á því.

Setti mig í samband við stjórn ÍRA og svo sem mátti búast við, fékk jákvæðar undirtektir. Í upphafi sagðist Sergei hafa tíma á fimmtudagskvöldið, 9. október, en stuttu áður en það var ákveðið endanlega, kom upp sú staða að hann taldi sig ekki geta komið, nema í beinu framhaldi eftir komu til landsins, það var á miðvikudagskvöldið.

Það var úr að, ég og Jón Gunnar TF3PPN, kæmum til með að hitta hann á hóteli liðsins, og fara svo í stutta stund í Skeljanes, sem við gerðum og áttum gott spjall í rúman hálftíma þar, héldum við svo aftur uppá hótel og var hann þakklátur fyrir móttökur, og eins og við höfðum gaman af. Við afhentum Sergei borðfána félagsins, en þar sem stoppið var stutt og loftskilyrðin ekki sérlega góð varð ekki úr að hann færi “í loftið” frá klúbbstöðinni.

Sergei tekur þátt í allskyns keppnum, bæði á SSB, CW og RTTY. Á Kýpur er hann með ágætis loftnetabúgarð, og sagðist m.a. vera með 2 stk. Acom 2000A magnara. Þá sagði hann okkur frá ýmsum uppsetningum sem menn eru að nota við hinar og þessar keppnisstöðvar.

Að lokum hafði hann á orði að kona hans hafi talað um það væri nú gaman einhvern tíma að heimsækja Ísland, sagði ég honum að hann þyrfti þá að reyna að stíla það uppá að einhver keppni væri þá í gangi. Svarið sem ég fékk: “No, stop now Seli”, og hlegið á eftir.

Að lokum bað hann fyrir kveðjur til félagsmanna, og vonaðist til að heyra í fleiri TF stöðvum í keppnum.

(Texti: Ársæll Óskarsson, TF3AO).

Þakkir til þeirra Sæla, TF3AO og Jóns Gunnars, TF3PPN fyrir að taka á móti Sergei í félagsaðstöðunni í Skeljanesi.

Stjórn ÍRA.

.

Ársæll Óskarsson TF3AO, Sergei Rebrov UT5UDX og Jón Gunnar Harðarson TF3PPN í fjarskiptaherbergi TF3IRA í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3PPN.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nineteen − four =