NÝR ENDURVARPI Á ÞRÁNDARHLÍÐARFJALLI.

Benedikt Guðnason, TF3TNT, Guðjón Egilsson, TF3WO og Georg Kulp, TF3GZ gerðu góða ferð þann 3. október á Þrándarhlíðarfjall. Tengdur var nýr ICOM VHF endurvarpi og sett upp Kathrein 2-tvípóla VHF loftnet á fjallinu.
Kallmerkið er TF5RPG. Tíðnir: 145.775 /145.175 MHz (TX/RX). Notaður er 88,5 Hz tónn inn. Nýi endurvarpinn er tengdur við Mýrar.
Þrándarhlíðarfjall er innst í Skagafirði – á mörkum Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu. Fjarskiptahúsið er í 920 metra hæð yfir sjávarmáli (65,41127N 19,49982V). Framtíðarsýnin er sú, að Þrándarhlíðarfjall tengist endurvörpunum á fjallinu Strút (TF2RPJ) og á Vaðlaheiði (TF5RPD).
Sérstakar þakkir til þeirra Benedikts, Guðjóns og Georgs fyrir að takast á hendur þetta mikilvæga verkefni.
Stjórn ÍRA.

Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!