,

TF3VS FÆR 5BDXCC VIÐURKENNINGU.

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS hefur fengið staðfestingu þess efnis, að búið sé að samþykkja umsókn hans um 5 banda DXCC (5BDXCC) viðurkenningu hjá ARRL.

Viðurkenningin er veitt þeim leyfishöfum, sem hafa staðfest sambönd við a.m.k. 100 DXCC einingar á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Að auki hefur hann staðfest sambönd við 100 DXCC einingar á hverju „WARC“ bandanna, þ.e. 12, 17 og 30 metrum.

Vilhjálmur er 6. íslenski leyfishafinn sem verður handhafi 5BDXCC, en aðrir eru TF1A og TF3DC, TF3JB, TF3Y og TF4M (sem eru að auki eru með DXCC á 12, 17, 30 metrum); en TF4M hefur ennfremur DXCC á 160 metrum).

Hamingjuóskir til Vilhjálms Í. Sigurjónssonar, TF3VS.

Stjórn ÍRA.

5BDXCC viðurkenning hliðstæð þeirri sem Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS fær frá ARRL. Viðurkenningin var fengin að láni hjá N4MI.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 + 2 =