TF3DMR QRV FRÁ SKELJANESI.
Nýr DMR endurvarpi ÍRA, TF3DMR varð QRV frá Skeljanesi fimmtudaginn 28. ágúst kl. 20:45. QRG: 439.850 MHz (RX) og 434.850 MHz (TX); -5 MHz. Hann tengist í gegnum “Brandmeister“. Sjá upplýsingar um tækið á þessari vefslóð: https://brandmeister.network/?page=device&id=274002
Félagið þakkar Erik Finskas, TF3EY (OH2LAK) sem hafði milligöngu um gjöf á Motorola DR 3000 Digital Mobile Radio UHF endurvarpa frá klúbbi sínum í Finnlandi (OH2CH). Erik útvegaði einnig „Duplex“ síu (og stillti) fyrir tíðnir TF3DMR. Erik Finskas, TF3EY/OH2LAK og Jón Atli Magnússon, TF2AC eru stjórnendur endurvarpans.
Sérstakar þakkir fá eftirfarandi félagsmenn sem komið hafa að því að gera nýja endurvarpann virkan:

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A.
Ársæll Óskarsson, TF3AO.
Einar Sandoz, TF3ES.
Georg Kulp, TF3GZ.
Jón Atli Magnússon, TF2AC.
Pier Albert Kaspersma, TF1PA.
Hamingjuóskir til félagsmanna með DMR endurvarpann.
Stjórn ÍRA.

Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!