TF1VHF QRV Í SJÖ ÁR
Stórvirki var unnið á vettvangi áhugamáls okkar fyrir 7 árum þegar tveir nýir radíóvitar voru settir í loftið 12. maí 2018. Þeir vinna á 50.457 MHz á 6 metrum og 70.057 MHz á 4 metrum. QTH er Álftanes á Mýrum. Til hagræðis er notað sama kallmerki, TF1VHF. Merki heyrast vel í Reykjavík, um Suðurnes, austur fyrir fjall, um Snæfellsnes og um Vesturland og til útlanda.
Mikill áhugi varð strax á vitunum bæði innanlands sem utan. Verkefnið var í raun eitthvað sem hafði verið beðið eftir lengi enda í fyrsta skipti í langa hríð sem í boði voru stöðug merki á 6 metrum og 4 metrum (allan sólarhringinn) – þegar menn gera tilraunir í þessum tíðnisviðum.
Það var Ólafur B. Ólafsson, TF3ML (SK) sem annaðist uppsetningu búnaðar, fjármagnaði verkefnið og stóð straum af öllum kostnaði.
Stjórn ÍRA.

Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!