,

TF1A Í SKELJANESI LAUGARDAG 18. OKTÓBER.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A mun standa fyrir „Dótadegi Ara“ í Skeljanesi laugardaginn 18. október. Félagsaðstaðan verður opin frá kl. 13 til 16.

Eru truflanir? Heyrist ekkert? Vantar loftnet? Á laugardag verður þema dagsins að skoða/hlusta gegnum viðtæki sem eru staðsett út um allan heim – og mörg sem eru meira að segja með risaloftnet.

Við ætlum að nota tiltekin viðtæki (þar sem hlustun er góð og allt er truflanalaust) og senda út á móti merkjum frá þeim frá okkur – þar sem allt er í truflunum…Sýnt verður hvað það er lítið mál.

Einnig verður sýnt hvernig hægt er að nota viðtæki yfir netið til að hlusta á merki (og sjá) frá gervitunglum. Og á SSB, „Slow-scan“ (SSTV), RTTY, mors (CW), FT8, FT4 og…svo framvegis. Nú á að brjóta ísinn og sýna hvernig er hægt að hlusta á allan heiminn – meira að segja án þess að hafa loftnet eða sendistöð.

Ari Þórólfur mætir með fartölvu „að vopni“ og tengir við skjávarpann í Skeljanesi. Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffi og tekur fram bakkelsi.

Félagsmenn eru hvattir til að láta þetta tækifæri ekki framhjá sér fara.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twelve − 4 =