TF1A Í SKELJANESI LAUGARDAG 13. DESEMBER.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A mun standa fyrir „Dótadegi Ara“ í Skeljanesi laugardaginn 13. desember. Félagsaðstaðan verður opin frá kl. 13 til 16. Þetta verður 6. og síðasti dótadagur ársins 2025.
Farið verður yfir virkan VHF/UHF stöðva og tvær handstöðvar á staðnum notaðar í því skyni. Icom UR-FR5100 VHF endurvarpi verður hafður í gangi á borðinu og í sambandi – sem er samskonar og sá sem sem TF1A og TF3GZ settu upp fyrir TF3RPB í Bláfjöllum.
Sýnt verður m.a. hvernig best er að stilla stöðvar á móti endurvörpum. Einnig, útskýrt ”tone squelch?” er og fl. og fl. Í boði er að menn taki með sér eigin VHF/UHF handstöðvar.
Jólakaffi, piparkökur og fleira góðgæti sem Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID töfrar fram að sinni þekktu snilld.
Félagsmenn eru hvattir til að láta þetta tækifæri ekki framhjá sér fara.
Stjórn ÍRA.



Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!