TF ÚTILEIKUNUM 2025 ER LOKIÐ.
TF útileikunum 2025 lauk á hádegi í dag (mánudag 4. ágúst) á verslunarmannafrídaginn. Alls voru skráð til leiks 14 TF kallmerki, þar af voru 12 sett í loftið og tóku þátt.
Samkvæmt upplýsingum á leikjavefnum varð Einar Kjartansson, TF3EK í 1. sæti; Kristján J. Gunnarsson, TF4WD í 2. sæti og Eiður Kristinn Magnússon, TF1EM í þriðja sæti. Hafa verður fyrirvara, því menn geta skilað inn breytingum/ innsetningum í allt að 7 sólarhringa eftir viðburðinn. Hamingjuóskir til þeirra Einars TF3EK, Kristjáns TF4WD og Eiðs TF1EM með þennan ágæta árangur.
Sérstakar þakkir til Sæmundar E. Þorsteinssonar, TF3UA sem virkjaði félagsstöðina TF3IRA í Skeljanesi sem og til Einars Kjartanssonar, TF3EK umsjónarmanns leikanna og Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY sem setti upp og hannaði frábæran leikjavef. Síðast, en ekki síst, þakkir til félagsmanna fyrir þátttökuna.
Miðað við umsagnir þeirra sem tóku þátt í leikunum vorum menn mjög ánægðir með viðburðinn. Skilyrði voru sæmileg upp í að vera allgóð.
Stjórn ÍRA.

Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!