TF ÚTILEIKAR ÍRA 2025.
Þriðju og síðustu fjarskiptaleikar ÍRA á árinu 2025 verða haldnir um verslunarmannahelgina. Það eru TF útileikarnir og hefjast þeir á hádegi laugardaginn 2. ágúst og lýkur á hádegi á mánudaginn 4. ágúst. Upplýsingar má sjá á heimasíðu ÍRA, vefslóð: https://www.ira.is/tf-utileikar/
Hægt er að taka þátt hluta keppnistímans – eða eins og hentar hverjum og einum. Bent er á að skrá sig á leikjavefinn, sbr. þessa vefslóð: http://leikar.ira.is/
Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í leikunum.
Með ósk um gott gengi!
Stjórn ÍRA.

Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!