SUMARLEIKAR ÍRA 2025.

Kæru félagar!
Eins og áður hefur komið fram hefjast Sumarleikar félagsins 2025 kl. 18:00 föstudag 4. júlí og standa til kl. 18:00 sunnudag 6. júlí.
Þetta verður fjör !!! Leikjasíðan er komin upp og þátttakendur eru hvattir til að skrá sig til leiks. Það er hægt að skrá sig til leiks núna og alveg til enda leika sunnudag 6. júlí.
Leikjasíðan: http://leikar.ira.is (mæli með að opna vafra (helst „Chrome“) sérstaklega og setja inn slóðina, annars opnast síðan innan í Facebook).
Nýjung: Í fyrsta skipti verður hægt að skrá sig í sérstakan flokk, Handstöðvarflokk. Þessi flokkur er fyrir þá þátttakendur sem ætla að taka öll sín sambönd á handstöð (handstöðvum) og þá bara á 2m og 70sm + endurvarpar.
Sérstaklega verður haldið utanum stigatöflu þátttakanda í handstöðvaflokki og það verða veitt verðlaun fyrir efstu sætin. Nánar um handstöðvarflokk í athugasemdum á leikjasíðu. Skilyrði handstöðvarflokks er að öll sambönd séu tekin með handstöð en loftnet eru frjáls.
Heyrumst í Sumarleikum, gangi ykkur vel!
73 de TF8KY.

Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!