SUMARLEIKAR ÍRA 2025.
Sumarleikar félagsins nálgast og hefjast föstudaginn 4. júlí kl. 18:00 og lýkur sunnudaginn 6. júlí kl. 18:00. Leikarnir fara fram á 23cm, 70cm, 2m, 4m, 6m, endurvörpum og síðast en ekki síst, á 10 metra bandinu.
Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY umsjónarmaður leikanna stefnir að því að kynna nýjan keppnisflokk í ár fyrir þá sem taka þátt og nota handstöðvar á 2 metrum og 70 sentímetrum (og endurvörpum). Nánari upplýsingar þegar nær dregur.
Alls voru 24 þátttakendur í fyrra (2024) sem sendu inn gögn. Vefslóð á heimasíðu TK5EP þar sem finna má Maidenhead reiti (e. grid square): https://www.fun-funk.net/aprs4web/locator/?qth=JO30CU02XK
Eins og venjulega verður “online” leikjavefur TF8KY í boði þar sem þátttakendur skrá sig til leiks.
Umsjónarmaður stefnir að því að setja leikjavefinn (og sumarleikjasíðuna) um um helgina.
Með ósk um gott gengi!
Stjórn ÍRA.

Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!