,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 31. JÚLÍ.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 31. júlí.

Mikið var rætt um TF útileikana sem hefjast kl. 12 á hádegi á morgun (laugardag). Þegar þetta er skrifað [í hádegi á föstudag] voru 11 TF kallmerki skráð á leikjavefinn. Bæði Einar, TF3EK umsjónarmaður leikanna og Hrafnkell, TF8KY sem hannaði leikjavefinn voru á staðnum og svöruðu spurningum. Félagsstöðin TF3IRA verður virk í leikunum, en ekki fyrr en fyrir hádegið á sunnudag. Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA mun virkja stöðina frá Skeljanesi.

Nýja CQ TF blaðið (3. tbl.) sem kom út á heimasíðu félagsins á netinu 20. júlí s.l. lá frammi á prentuðu formi í félagsaðstöðunni og voru menn mikið að fletta blaðinu. Þetta er stórt blað 64 blaðsíður. Ánægja var með fjölbreytt efnisval og eins og Sigurður Óskar Óskarsson, TF2WIN sagði: „Það er alltaf svo vandað efni í blaðinu“.

Ársæll Óskarsson, TF3AO mætti í Skeljanes og afhenti „Duplex“ síu fyrir endurvarpa félagsins, TF3DMR. Þetta er gjöf til félagsins frá Erik Finskas, TF3EY/OH2LAK, en Sæli hitti Erik í Finnlandi á dögunum. Þakkir til Sæla að hafa milligöngu um málið og þakkir til Eriks fyrir gjöfina. UHF endurvarpinn TF3DMR verður í framhaldi settur í loftið á næstunni.

Sveinn Goði, TF3ID og Guðjón Már, TF3GMT undirbjuggu tiltekt í eldhúsinu og færðu m.a. kæliskáp félagsins á nýjan stað. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, er aðgangur að skápnum allt annar og betri. Á dagskrár er (næstu daga) að halda áfram og ljúka tiltekt í eldhúsinu sem byrjað var á í haust.

Sigurður Óskar, TF2WIN kom með heimasmíðaðan loftnetsspenni og sýndi mönnum. Hann kom einnig með mælitæki og mældi heimasmíðaða loftnetsgildru sem Guðjón Má, TF3GMG hafði smíðað.

Alls mættu 25 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta sumarkvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

2 × 5 =