,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 28. ÁGÚST.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 28. ágúst.

Gengið var frá málum til undirbúnings þess að gera TF3DMR QRV og var nýi endurvarpinn settur í loftið kl. 20:45. Hann tengist í gegnum “Brandmeister“. Sjá upplýsingar um tækið á þessari vefslóð: https://brandmeister.network/?page=device&id=274002  Það voru þeir Jón Atli Magnússon, TF2AC; Pier Albert Kaspersma, TF1PA og Einar Sandoz, TF3ES sem voru í „aðalhlutverkum“ við tenginguna, en síðan voru við svo heppnir að Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A mætti á staðinn og veitti góð ráð.

Góðar umræður voru við stóra fundarborðið m.a. um heimasmíðar, þ.á.m. um smíði á aflgjöfum, loftnetum (á HF), loftnetsaðlögunarrásum og dagbókarforrit, m.a. „Log4OM“ vefslóð: https://www.log4om.com/   Mikið var líka rætt um nýja DMR endurvarpann sem settur var í loftið þetta kvöld. Fram kom m.a. að félagið mun standa fyrir kynningu á DMR (Digital Mobile Radio), þ.e. hvaða búnað þarf til og hvernig kerfið er notað. Dagsetning verður kynnt í 4. hefti CQ TF sem kemur út 5. október n.k.

Sérstakar þakkir til TF1A, TF1PA, TF2AC og TF3ES fyrir að koma DMR verkefninu í höfn. Ennfremur þakkir til TF3ID og TF3JB sem byrjuðu að laga til í eldhúsinu í Skeljanesi. Ennfremur þakkir til Sveins Goða Sveinssonar, TF3ID fyrir afbragðsgott kaffi og vínarbrauðslengjuna frá Björnsbakaríi.

Alls mættu 22 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta sumarkvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 + 3 =