,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 26. JÚNÍ.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudag 26. júní. 20 félagar og 1 gestur mættu á staðinn. Þar á meðal voru tveir félagar sem eru búsettir úti á landi, þeir Jón Óskar Ingvarsson, TF1JI sem býr nærri Skógum og Daggeir Pálsson, TF7DHP sem býr á Akureyri.

Mikið var rætt um sumarleika félagsins sem eru rétt handan við hornið og verða haldnir 4.-6. júlí n.k. Fram kom m.a. hjá Hrafnkeli, TF8KY umsjónarmanni leikanna að hann stefni að því að kynna nýjan keppnisflokk í ár fyrir þá sem taka þátt og nota handstöðvar á 2 metrum og 70 sentímetrum (og endurvörpum). Aðspurður kvaðst hann gera ráð fyrir því að veittur verði sérstakur verðlaunagripur til þess sem nær bestum árangri. Keli áætlar að verða tilbúinn með nýjan leikjavef og allar upplýsingar um helgina.

Þá eru margir að huga að því að endurnýja tæki og búnað um þessar mundir, enda gengi dollars mjög hagstætt og komið niður undir 121 krónu samkvæmt meðalgengi Seðlabankans 27. júní. Evra og Pund hafa líka lækkað, en ekki eins og dollar. Sem dæmi, er ódýrasta 100W HF stöðin, Yaesu FT-891, komin í um 100 þúsund krónur með öllum gjöldum til landsins.

Menn ræddu einnig léleg skilyrði á HF undanfarnar vikur og að 6 metra bandið hafi verið opið á þriðjudag (24. júní) til Norðurlanda, niður í Evrópu allt til EA8 og Sahara. Margar TF stöðvar höfðu t.d. samband við SØ1WS í Vestur Sahara. D2UY í Angóla kom einnig inn, en í stuttan tíma en ekki er ljóst hvort einhverjir héðan náðu sambandi við hann. 4 metra bandið hefur hins vegar nánast ekkert opnast það sem af er.

Sérstakar þakkir til Daggeirs Pálssonar, TF7DHP sem færði félaginu 1m Channel Master gervihnattadisk. Sem og þakkir til Guðjóns Más Gíslasonar, TF3GMG fyrir að laga kaffi og taka til meðlæti og til Einars Sandoz, TF3ES fyrir ljósmyndir.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × two =