,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 18. DESEMBER.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 18. desember.

Fimmtudagsfundurinn fór fram með miklum ágætum. Hann var vel sóttur eða um 25 manns á staðnum. Hrafnkell Eiríksson, TF3HR hóf leikinn með því að kynna til sögunnar þá sem leystu jólaþrautina á VHF af hendi, sem var afkóðun á SSTV sendingu, alls 3 skeyti.

Þessi tækniþraut var vel útbúin af hálfu Hrafnkels og auðleyst þeim sem lögðu á sig að grípa tæknina. Verðlaun voru í boði, og var dregið úr nöfnum þátttakenda. Vinningshafar voru Hermann Karl Björnsson, TF3KHB og Jón Atli Magnússon, TF2AC sem hlutu verðlaun fyrir aðra og þriðju þraut. Bjarni Freyr Þórðarson, TF4IR hafði fengið verðlaun fyrir fyrstu þraut sem voru afhent 4. desember. Var gerður góður rómur að þessari kynningu Hrafnkels.

Þá mætti Óskar Ólafur Hauksson, TF3OH í félagsaðstöðuna og afhenti „Signal Stilk“ loftnet https://signalstuff.com/products/st-bnc/  [fyrir VHF/UHF handstöðvar] sem hann flutti inn fyrir nýliðana sem höfðu áhuga. Þessi loftnet eru mikil framför yfir litlu loftnetin sem fylgdu með handstöðvunum sem keyptar voru saman og afhentar nýlega.

Þess má geta, að 4. aðventuleikur TF3HR verður sendur út á morgun (sunnudag) á QRG 144.500 MHz kl. 20:00.

Svo var kaffi og gott spjall um heima og geima.  Þökk sé Sveini Goða Sveinssyni, TF3ID fyrir að annast kaffiveitingar.

Þakkir til Hrafnkels Eiríkssonar, TF3HR fyrir að standa glæsilega að SSTV aðventuleikunum 2025. Sem þakkir og þakkir til Andrésar Þórarinssonar TF1AM og Kristjáns Benediktssonar, TF3KB fyrir ljósmyndir. Félagsaðstaðan verður næst opin fimmtudaginn 8. janúar 2026.

Stjórn ÍRA.

(Texti: Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður ÍRA).

.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × 2 =