,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 8. JANÚAR.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 8. janúar sem var fyrsti opnunardagur á nýju ári 2026.

Margt var til umræðu, m.a. góð skilyrði á HF að undanförnu. Fram kom, að menn hafa verið að bæta við nýjum DXCC einingum á böndunum. Einnig var rætt um loftnet, m.a. mismunandi bílloftnet fyrir VHF/UHF tíðnisviðin. Voru nefnd í því sambandi loftnet frá Bingfu sem eru aðeins 15 cm. há og skila ótrúlega góðum árangri.

Einar Sandoz, TF3ES mætti með nýja bílstöð frá HamGeek, gerð PMR 171 sem er 20W SDR stöð og vinnur á HF/VHF/UHF. Stöðin hefur m.a. innbyggða loftnetsaðlögunarrás og m.fl. Áhugaverð stöð á hagstæðu verði. Einnig mætti Jón Atli Magnússon, TF2AC með 100W RF magnara sem hann ætlar að nota við 10W FlexRadio HF stöð sem hann á.

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins raðaði innkomnum kortum, en töluvert hefur borist af kortasendingum frá QSL stofum hinna ýmsu landsfélaga að undanförnu. Þetta kvöld var síðasti skiladagur vegna áramótaútsendingar 2025/26 og barst þó nokkuð af kortum til útsendingar.

Þakkir góðar til „NN“ fyrir Skálatertuna sem líkaði vel og kláraðist. Þakkir einnig til Georgs Kulp, TF3GZ fyrir ljósmyndir og til Sveins Goða Sveinssonar, TF3ID fyrir að laga frábært kaffi.

Alls mættu 20 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nine − seven =