,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 6. NÓVEMBER.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 6. nóvember. Að venju voru málefni líðandi stundar á dagskrá ásamt áhugamálinu, sem eðlilega var í fyrirrúmi.

Rætt var m.a. um skilyrðin á HF sem hafa ekki verið sérstök að undanförnu, þótt batnað hafi inn á milli. Einnig var rætt um loftnet, m.a. að tiltölulega ódýr einsbands bílloftnet (t.d. „Hamstick“) sem hafa má á svölum búi menn í blokk. Þessi loftnet eru ca. 2,30-2.40 metrar á hæð (eftir böndum).

Hrafnkell Eiríksson, TF3HR bauð væntanlegum nýjum leyfishöfum upp í fjarskiptaherbergi og fór yfir böndin með þeim. Jón Atli Magnússon, TF2AC sagði frá VHF refasendi sem hann hefur verið að smíða. Hann stefnir að því að skrifa grein í næsta CQ TF þar sem hann útskýrir verkefnið og segir frá smíðum, þ.m.t. vali á örtölvu og fl. Einar Kjartansson, TF3EK afhenti viðurkenningar til manna sem ekki gátu verið viðstaddir síðasta fimmtudag [til að taka á móti þeim].

Þakkir til Sveins Goða Sveinssonar, TF3ID fyrir að laga frábært kaffi sem og til Einars Sandoz, TF3ES fyrir ljósmyndir.

Alls mættu 20 félagar og 4 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í stilltu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

16 − eleven =