OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 24. JÚLÍ.
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 24. júlí kl. 20:00 til 22:00.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.
QSL stjóri ÍRA verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffið.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
.

Úr félagsstarfinu. Þar sem Útileikar ÍRA 2025 um verslunarmannahelgina nálgast er sýnd ljósmynd frá afhendingu á verðlauna-gripum og viðurkenningum fyrir fjarskiptaleika ÍRA árið 2022 sem fram fór á aðalfundi 2023 til verðlaunahafa sem staddir voru á fundinum.
Frá vinstri: Eiður Kristinn Magnússon TF1EM viðurkenning fyrir 5. sæti í TF útileikunum. Hrafnkell Sigurðsson TF8KY viðurkenning fyrir 2. sæti í Páskaleikunum (í dag Vorleikar) og fyrir 3. sæti í TF útileikunum. Andrés Þórarinsson TF1AM verðlaunaplatti og viðurkenning fyrir 1. sæti í TF útileikunum. Ólafur Örn Ólafsson TF1OL verðlaun fyrir 1. sæti í Páskaleikunum og 1. sæti í VHF/UHF leikunum (í dag Sumarleikar). Óskar Sverrisson TF3DC keppnisstjóri TF3ÍRA, viðurkenning fyrir 4. sæti TF3IRA í TF útileikunum. Ljósmynd: TF3JON.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!