OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 22. OG 29. JANÚAR.
Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudagana 22. og 29. janúar.
Að vanda var margt til umræðu yfir kaffinu, enda er áhugamálið margþætt. Nú, þegar veðráttan hefur að mestu verið „vorleg“ það sem af er nýju ári og dag er tekið að lengja, eru menn farnir að hugsa sér til hreyfings hvað varðar uppsetningu loftneta. Margir velta fyrir sér stangarnetum, en eins m.a. kom fram, þarf gjarnan að staga þau, nema þegar um glertrefjastangir er að ræða. Til samanburðar var bent á augljósa kosti þess að setja upp endafæddan vír/víra, eða jafnvel tvípóla sé þess kostur. Hins vegar var jafnframt bent á, að stutt bílnet á HF böndunum sem hafa svalahandrið (úr leiðandi efni) sem mótvægi – geti komið ótrúlega vel út í DX ef aðstæður bjóða ekki upp á annað.
Margir velta jafnfram fyrir sér kaupum á tækjum og búnaði, enda ger engi dollars hagkvæmt eða um 120 kr. samkvæmt meðalgengi Seðlabanka. Evra hefur einnig farið lækkandi og stóð í 144,80 krónum 30. janúar.
Fimmtudaginn 29. janúar kom Hrafnkell Eiríksson, TF3HR síðan með á staðinn og sýndi mönnum heimasmíðað 3 staka Yagi handloftnet fyrir 2 metra bandið sem er einfalt og ódýrt. Áhugavert net með góðan ávinning sem getur gefið skemmtilega möguleika.
Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins raðaði innkomnum kortum, en töluvert hefur borist af sendingum frá QSL stofum landsfélaganna, enda áramótauppgjör hjá þeim eins og hjá okkar QSL stofu. Þakkir til Sæmundar E. Þorsteinssonar, TF3UA og Georgs Kulp, TF3GZ fyrir ljósmyndir og til Sveins Goða Sveinssonar, TF3ID fyrir að laga frábært kaffi og taka til meðlæti.
Mæting var ágæt bæði fimmtudagskvöldin eða á bilinu 20-26 félagar að meðtöldum gestum í mildu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.


Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!