,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 20. NÓVEMBER.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 20. nóvember.

Rætt var m.a. um skilyrðin á HF, sem hafa verið mjög góð að undanförnu. Fram kom, að menn hafa verið að bæta við nýjum DXCC einingum á böndunum. Þá er áhugi er fyrir þátttöku í stærstu morskeppni ársins, CQ World Wide DX CW keppninni sem fram fer helgina 29.-30. nóvember n.k. Góðar líkur eru til að félagsstöðin TF3W verði virkjuð í keppninni og er vonast er til að skilyrði verði hagstæð.

Jón Atli Magnússon, TF2AC afhenti Baofeng UV-5R mini VHF/UHF handstöðvarnar sem Hrafnkell Eiríksson, TF3HR annaðist hópinnkaup á fyrir nýja leyfishafa. Stöðvarnar fengust við góðu verði (Eur 25) og eru með 2/5W sendiafl á FM; með litaskjá, „Bluetooth“ o.fl.  Þá mætti Wilhelm Sigurðsson, TF3AWS með ný kínversk mælitæki og sýndi viðstöddum.

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins raðaði innkomnum kortum, en töluvert hefur nýlega borist af kortum frá QSL stofum hinna ýmsu landsfélaga.

Þakkir til Sveins Goða Sveinssonar, TF3ID fyrir að laga frábært kaffi og taka til meðlæti sem og til þeirra Einars Sandoz, TF3ES og Kristján Benediktssonar, TF3KB fyrir ljósmyndir.

Alls mættu 20 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

11 + three =