,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 17. JÚLÍ.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin milli kl. 20 og 22 fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 17. Júlí.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri ÍRA verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin. Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffið.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

QSL skilagreinar fyrir TF ÍRA QSL Bureau eru boðnar frítt til félagsmanna og eru hugsaðar fyrir þá sem skila kortum til útsendingar í þar til gert hólf – hægra megin við QSL skáp. 
Skilagreinarnar voru fyrst kynntar til sögunnar árið 2009. Í nóvember 2011 var ákveðið að nýta bakhlið eyðublaðsins (sem til þess tíma hafði verið auð) og birta leiðbeiningar frá QSL stjóra ásamt lista yfir þær DXCC einingar sem ekki hafa starfandi QSL Bureau. 
Skilagreinarnar og umslög með utanáskrift (fyrir þá sem vilja póstleggja kortin) eru geymdar vinstra megin við QSL skáp.
 
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fourteen − nine =