,

NÝR UHF ENDURVARPI – TF3RVK – QRV.

Nýr UHF endurvarpi, TF3RVK var gangsettur þann 24. nóvember 2025 kl. 17:00. QTH er Perlan í Öskjuhlíð í Reykjavík. Eigandi og ábyrgðarmaður er Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A.

QRG er 439.900 MHz (TX) og 432. 900 MHz (RX). 7 MHz eru á milli sendingar og viðtöku. Um er að ræða Icom endurvarpa af gerðinni UR-FR6000. Sendiafl er 25W. Aðgangstónn í sendingu er 88,5 Hz. Notað er ¼ λ loftnet og er tækið stillt á „Wide FM“. Kallmerki endurvarpans [TF3RVK] er sent út á morsi einu sinni á klukkustund.

Það voru þeir Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ sem settu upp og gengu frá nýja endurvarpanum. Sérstakar þakkir til þeirra félaga fyrir þetta frábæra framtak.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twelve + twelve =