NÝR UHF ENDURVARPI – TF3RVK – QRV.
Nýr UHF endurvarpi, TF3RVK var gangsettur þann 24. nóvember 2025 kl. 17:00. QTH er Perlan í Öskjuhlíð í Reykjavík. Eigandi og ábyrgðarmaður er Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A.
QRG er 439.900 MHz (TX) og 432. 900 MHz (RX). 7 MHz eru á milli sendingar og viðtöku. Um er að ræða Icom endurvarpa af gerðinni UR-FR6000. Sendiafl er 25W. Aðgangstónn í sendingu er 88,5 Hz. Notað er ¼ λ loftnet og er tækið stillt á „Wide FM“. Kallmerki endurvarpans [TF3RVK] er sent út á morsi einu sinni á klukkustund.
Það voru þeir Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ sem settu upp og gengu frá nýja endurvarpanum. Sérstakar þakkir til þeirra félaga fyrir þetta frábæra framtak.
Stjórn ÍRA.


Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!