NÝR UHF ENDURVAPI Í REYKJAVÍK.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A setti UHF FM endurvarpa í loftið í dag, 16. október.
Um er að ræða Icom endurvarpa af gerðinni UR-FR6000 sem var settur upp í tilraunaskyni á heimili hans í Reykjavík. QRG er 439.900 MHz (TX) og 432.900 MHz (RX). 7 MHz eru á milli sendingar og viðtöku. Sendiafl er 25W. Aðgangstónn í sendingu er 88,5 Hz. Notað er ¼ λ loftnet og er tækið stillt á „Wide FM“. Notað er kallmerkið „TF1A“ sem er sent út einu sinni á klukkustund.
Tilgangur: Að gera tilraun með UHF FM endurvarpa sem er sérstaklega hugsaður til að auka nytsemi og drægni UHF handstöðva á Reykjavíkursvæðinu. Gangi tilraunin að óskum verður er hugmyndin að flytja tækið á eitt af háhýsum borgarinnar; og þá fær endurvarpinn nýtt kallmerki.
Sérstakar þakkir til Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A fyrir að gera þessa áhugaverðu tilraun.
Stjórn ÍRA.

Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!