,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS GENGUR VEL.

Námskeið ÍRA til amatörprófs var sett í Háskólanum í Reykjavík, mánudaginn 15. september. Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður ÍRA setti námskeiðið stundvíslega kl. 18:30 í stofu M117. Af 26 skráðum skráðum þátttakendum voru 22 viðstaddir.

Að þessu sinni var ákveðið að bjóða ekki upp á fjarnám yfir netið. Til að koma til móts við þá aðila sem eru búsettir úti á landi (eða erlendis) og ella myndu hafa notast við netið, var boðið upp á aðgang að myndbandsupptökum frá námskeiðinu 2023 – samhliða því að bjóða upp á öll námsgögn.

Að þessu sinni nýta a.m.k. fimm aðilar þennan möguleika, m.a. á Egilsstöðum, Seyðisfirði og í Reykjanesbæ. Að þessum aðilum viðbættum, gætum við því átt von á allt að 31 aðila í próf Fjarskiptastofu sem haldið verður 1. nóvember í HR. Þakkir Georgs Kulp, TF3GZ fyrir ljósmyndir.

Stjórn ÍRA.

Andrés Þórarinsson TF1AM, varaformaður ÍRA setur námskeið félagsins 15. september í Háskólanum í Reykjavík. Ljósmynd: TF3GZ.

Mynd úr kennslustofu 15. janúar í Háskólanum í Reykjavík. Ljósmynd: TF3GZ.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

19 − 3 =