,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS – 2 VIKUR EFTIR.

Námskeið ÍRA til amatörprófs, sem hófst þann 15. október, lýkur eftir rúmar tvær vikur, eða þriðjudaginn 28. október n.k.

Vel hefur gengið og yfirleitt eru um og yfir 20 þátttakendur mættir hverju sinni í kennslustofu M117 í Háskólanum í Reykjavík. Kennarar eru sammála um að þetta sé góður og samstæður hópur sem muni standa sig vel á prófinu.

Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis verður haldið í HR laugardaginn 1. nóvember kl. 10:00 árdegis. Það verður auglýst betur þegar nær dregur. Þeir, sem ekki hafa sótt námskeiðið, en hafa hug á að sitja prófið, er bent á að senda félaginu fljótlega póst þess efnis á ira@ira.is

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Mynd úr kennslustofu M117 í Háskólanum í Reykjavík haustið 2025. Ljósmynd: TF3GZ.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

sixteen − sixteen =