,

NÁMSKEIÐ ÍRA BRÁTT HÁLFNAÐ.

Námskeið ÍRA til amatörprófs sem haldið er í Háskólanum í Reykjavík verður hálfnað eftir þessa kennsluviku; þann 1. október. Námskeiðið hefur gengið vel og eru umsagnir þátttakenda mjög jákvæðar.

Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður ÍRA heimsótti þátttakendur í kennslustofu M117 í gær, mánudag 29. september og ræddi við þá áður en kennsla hófst hjá Ágústi Sigurðssyni, TF3AU.

Námskeiðinu lýkur miðvikudaginn 28. október og laugardaginn þar á eftir, þann 1. nóvember n.k. mun Fjarskiptastofa standa fyrir prófi til amatörleyfis í HR.

Með ósk um gott gengi.

Stjórn ÍRA.

Ágúst Sigurðsson TF3AU og Andrés Þórarinsson TF1AM. Ljósmynd: TF3GZ.
Andrés Þórarinsson TF1AM, varaformaður ÍRA flutti stutta tölu og sýndi þátttakendum m.a. heimasmíðaðan tvípól fyrir 20 metra bandið sem hvorttveggja kemur vel út og kostar lítið. Ljósmyn: TF3GZ.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one + 12 =