MORSNÁMSKEIÐ?
Aukinn áhugi er á að læra mors um þessar mundir. Gott væri að heyra frá mönnum sem hafa áhuga á að læra morsið og sérstaklega hvernig félagið getur komið til móts við þá.
Eldri útfærsla var, að menn mættu 2 daga í viku í félagsaðstöðuna í Skeljanesi þar sem leiðbeinandi sendi æfingar og þátttakendur skrifuðu niður. Hinsvegar eiga margir um langt að sækja og umferð getur verið þung í Borginni.
Ein hugmynd er, að ÍRA gangist fyrir morskennslu fyrir byrjendur sem send verði út á 70cm bandinu (430 MHz). Önnur hugmynd er að framkvæmd verði yfir netið til að auðvelda félagsmönnum úti á landi þátttöku.
Gott væri að heyra í áhugasömum, annaðhvort á Facebook eða í tölvupósti á ira@ira.is
Stjórn ÍRA.
–
Undanfarin ár hefur ÍRA gengist fyrir laugardegi að hausti þar sem félagar mæta í Skeljanes með morslykla sína. Til gamans/fróðleiks eru birtar myndir frá síðasta „hittingi“ sem haldinn var í félagsaðstöðunni 28. október 2023.

Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!