LAUGARDAGAR MEÐ ARA ÞÓRÓLFI Í SKELJANESI.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A mun standa fyrir „dótadögum“ á laugardögum í félagsaðstöðunni í vetur.
Þegar veður og heilsa leyfir er hugmyndin að hafa opið í Skeljanesi á laugardögum kl. 13-16 og verður tiltekið þema til umfjöllunar hvern laugardag sem verður kynnt á Facebook með góðum fyrirvara. Og að sjálfsögðu verður heitt á könnunni.
Ari byrjar strax næstkomandi laugardag, 27. september og verður þemað „RigExpert loftnetamælar“. Hann ætlar að mæta með slíkt mælitæki sem hefur margþætta mæligetu og m.a. mæla mismunandi lengdir/gerðir af loftnetum og mismunandi lengdir af kóax köplum.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta, fylgjast með og taka þátt í umræðum um standbylgjur, um standbylgjumæla og allt sem því tilheyrir.
Stjórn ÍRA.

Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!