,

Góð mæting á SOTA-kynningu hjá TF3EO og TF3EK

Villi TF3DX var fyrstur til þess að virkja tind samkvæmt SOTA reglunni á Íslandi. Opnað var fyrir SOTA TF 1. september. Villi fór uppá Helgafell sem ber heitið TF/SV-040 í kerfi SOTA. Fyrsta QSOið var við TF3EO kl 17:04. Nokkuð margir hafa náð sambandi við Villa og ef menn eru duglegir við að logga QSOin við hann á vef SOTA ( http://www.sotadata.org.uk/ ) að þá fær hann stig fyrir fyrirhöfnina. Hann þarf að fá 4 staðfest QSO til þess að það hafist. Ferlið við að logga í SOTA kerfið er mjög einfalt og fljótlegt.
Hér er ljósmynd sem Villi tók á tindi Helgafells á opnunardegi SOTA á Íslandi.

Helgafell tf3dx

Ýmislegt var rætt á SOTA-kynningu í Skeljanesi í gærkvöldi og meðal annars hvernig hægt væri að tryggja að radíóamatörar færu eftir SOTA-reglum um ferðamáta og búnað amatörsins á fjallstindi. Svarið er einfalt hver og einn á það við sjálfan sig að fara að reglum.