,

FLÓAMARKAÐUR ÍRA 11. MAÍ.

Flóamarkaður ÍRA að vori verður haldinn sunnudaginn 11. maí kl. 13-15 í Skeljanesi.

Umsjón verður í höndum Sæmundar E. Þorsteinssonar, TF3UA.

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS mun hafa með höndum stjórn á uppboðinu sem hefst stundvíslega kl. 14:00.

Viðburðinum verður streymt yfir netið þannig að félagar sem búa úti á landi eða eiga ekki heimangengt, geta tekið þátt. Jón Björnsson, TF3PW mun annast tæknistjórn. Vefslóð:

Video call link: https://meet.google.com/vnh-wnjg-dqv

Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID mun annast kaffiveitingar.

Húsið opnar kl. 13:00 fyrir félaga sem óska að selja/gefa/kaupa stöðvar og/eða búnað, þannig að þeir hafi rúman tíma til að stilla dóti sínu upp.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

six − one =