ERINDI TF2AC Í SKELJANESI 27. NÓVEMBER.

Fræðsludagskrá ÍRA heldur áfram fimmtudaginn 27. nóvember í félagsaðstöðunni í Skeljanesi.
Í boði verður erindi Jóns Atla Magnússonar, TF2AC „Allt um DMR (Digital Mobile Radio)”. Húsið opnar kl. 20:00 og Jón Atli byrjar stundvíslega kl. 20:30.
QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffi og tekur fram meðlæti.
félagsmönnum bent á að láta erindið ekki framhjá sér fara, en DMR endurvarpi (TF3DMR) var settur upp í Skeljanesi 28. ágúst s.l.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.

Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!