ERINDI TF3TNT Í SKELJANESI 11. DESEMBER.

Síðasta erindið á haustdagskrá ÍRA 2025 verður í boði fimmtudaginn 11. desember.
Þá mætir Benedikt Guðnason, TF3TNT með erindið „Áframhaldandi uppbygging VHF kerfisins“. Húsið opnar kl. 20:00 og byrjar Benedikt stundvíslega kl. 20:30.
QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffi og tekur fram meðlæti.
Félagsmönnum er bent á að láta erindið ekki framhjá sér fara.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.

Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!