,

ENDURVARPINN Á VAÐLAHEIÐI QRV.

TF5RPD, VHF endurvarpinn á Vaðlaheiði er QRV á ný. QRG: 145.625 MHz (RX) og -0,6 MHz (TX). Notaður er aðgangstónn, 88,5 Hz.

Þeir Benedikt Guðnason, TF3TNT og Guðjón Egilsson, TF3WO tengdu tækið þann16. október. Yaesu endurvarpi félagsins er notaður áfram (eftir viðgerð) og var hann útbúinn með 88,5 Hz tónaðgangi. Að sögn er „skottið“ haft mjög stutt þegar tækið er lyklað.

Sérstakar þakkir til þeirra Benedikts Guðnasonar, TF3TNT, Guðjóns Egilssonar, TF3WO og Guðmundar Sigurðssonar, TF3GS sem annaðist viðgerð endurvarpans.

QTH er Vaðlaheiði, sem er 550 metra hátt fjall norðaustur af Akureyri. Reitur: IP05xr.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

2 × two =