,

DXCC STAÐA TF KALLMERKJA.

Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja miðast við 20. janúar 2026. Að þessu sinni hefur staða fjögurra kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista, þ.e. TF1OL, TF3G, TF3JB og TF3T. Samtals er um að ræða 19 uppfærslur frá 14. desember s.l.

Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL kemur nýr inn á DXCC listann með 2 DXCC viðurkenningar, þ.e. MIXED og RTTY/DIGITAL. Glæsilegur árangur; hamingjuóskir til Ólafs!

Gísli G. Ófeigsson, TF3G kemur inn með tvær nýjar DXCC viðurkenningar. Annars vegar DXCC á 12 metrum og hins vegar á 30 metrum. Glæsilegur árangur; hann er nú handhafi alls 10 DXCC viðurkenninga; hamingjuóskir til Gísla.

20 TF kallmerki eru í dag með virka skráningu, en alls hafa [a.m.k.] 28 íslensk kallmerki sótt um og fengið DXCC viðurkenningar til þessa dags.

Hamingjuóskir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 + 6 =