TF3DMR. Vinna hefst fljótlega við undirbúning á tengingu TF3DMR, UHF DMR endurvarpa ÍRA í Skeljanesi. QRG 439.850 MHz (TX); 434.850 MHz (RX). Stefnt er að því að tækið verði QRV fyrir lok mánaðarins.
TF5RPD. Samkvæmt upplýsingum frá TF3TNT er búist við að nýr VHF endurvarpi og nýtt loftnet verði tengt í Vaðlaheiðinni eftir u.þ.b. 2 vikur [í byrjun september]. QRG 145.625 MHz (RX); 145.025 MHZ (TX); tónstýring: 88,5 Hz.
TF3RPI. Einnig samkvæmt upplýsingum frá TF3TNT er búist við að litið verði á DSTAR UHF endurvarpann í Bláfjöllum á næstunni, sem verið hefur úti í nokkurn tíma. QRG 439.950 MHz (RX); 434.950 MHz (TX).
Sérstakar þakkir til Benedikts Guðnasonar, TF3TNT.
Stjórn ÍRA.
.
Myndin er af Motorola DR 3000 UHF DMR endurvarpi TF3DMR í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3EY/OH2LAK.
Námskeið ÍRA til undirbúnings prófs til amatörleyfis verður haldið 15. september til 28. október í Háskólanum í Reykjavík. Um er að ræða 6 vikna námskeið sem lýkur með prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis, laugardaginn 1. nóvember.
Námskeiðsgjald er 24.500 krónur. Greiðsla þarf að hafa borist gjaldkera í síðasta lagi 10. september n.k. Reikningur ÍRA: 0116-26-7783 / kennitala: 610174-2809 / Ath. að skrá kennitölu greiðanda í athugasemdir. Bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar.
Fyrirspurnir eru velkomnar á póstfangið: ira@ira.is
Einnig má hafa samband við Jónas Bjarnason, TF3JB umsjónarmann námskeiðsins í síma 898-0559 eða á póstfang: jonas.bjarnason.hag@gmail.com
TURKEY HF SSB CONTEST. Keppnin verður haldin laugardaginn 23. ágúst frá kl. 00:00 til kl. 23:59. Keppnin fer fram á SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð TA stöðva: RS + 2 bókstafir fyrir hérað í Tyrklandi. Skilaboð annarra: RS + raðnúmer. https://tahfcontest.com
HAWAII QSO PARTY. Keppnin hefst laugardag 23. ágúst kl. 04:00 og lýkur sunnudag 24. ágúst kl. 04:00. Keppnin fer fram á CW, SSB og Digital á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð stöðva á Hawaii: RS(T) + 2 bókstafir fyrir hérað á Hawaii. Skilaboð W/VE stöðva [utan Hawaii]: RS(T) + (ríki í USA/fylki í Kanada). Skilaboð annarra (DX stöðva): RS(T). http://www.hawaiiqsoparty.org/
YO DX HF CONTEST. Keppnin hefst laugardag 23. ágúst kl. 12:00 og lýkur sunnudag 24. ágúst kl. 12:00. Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð stöðva í Rúmeníu: RS(T) + sýsla. Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer. http://www.yodx.ro/
ARSI VU DX CONTEST. Keppnin hefst laugardag 23. ágúst kl. 12:00 og lýkur sunnudag 24. ágúst kl. 12:00. Keppnin fer fram á CW og SSB á 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð stöðva á Indlandi: RS(T) og 2 bókstafir fyrir staðsetningu (e. state/UT code). Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer. http://arsi.info/dxcontest/
CVA DX CONTEST, SSB. Keppnin hefst laugardag 23. ágúst kl. 18:00 og lýkur sunnudag 24. ágúst kl. 21:00. Keppnin fer fram á SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð stöðva í Brasiíu: RS + 2 bókstafir fyrir hérað (e. state). Skilaboð annarra: RS + 2 bókstafir fyrir meginland. http://cvadx.org/
SARL HF CW CONTEST. Keppnin verður haldin sunnudaginn 24. ágúst frá kl. 14:00 til kl. 17:00. Keppnin fer fram á CW á 80, 40 og 20 metrum. Skilaboð: RST + raðnúmer. http://mysarl.org.za/contest-resources/
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 21. ágúst á milli kl. 20 og 22.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin liggja frammi.
Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin. Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID og Guðjón Már Gíslason, TF3GMG annast kaffiveitingar.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
Mynd úr fundarsal ÍRA í félagsaðstöðunni í Skeljanesi.
Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja er miðuð við 18. ágúst 2025. Að þessu sinni hefur staða fimm kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista, þ.e. TF2LL, TF3G, TF3IRA, TF3JB og TF5B. Samtals er um að ræða 27 uppfærslur frá 2. júní s.l.
Sautján TF kallmerki eru með virka skráningu, en alls hafa [a.m.k.] 25 íslensk kallmerki sótt um og fengið DXCC viðurkenningar til þessa dags.
Námskeið ÍRA til undirbúnings prófs til amatörleyfis verður haldið 15. september til 28. október í Háskólanum í Reykjavík. Um er að ræða 6 vikna námskeið sem lýkur með prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis, laugardaginn 1. nóvember.
Hægt er að skrá þátttöku hér: https://www.ira.is/skraning-a-namskeid/Námskeiðsgjald er 24.500 krónur. Greiðsla þarf að hafa borist gjaldkera í síðasta lagi 10. september n.k. Reikningur ÍRA: 0116-26-7783 / kennitala: 610174-2809 / Ath. að skrá kennitölu greiðanda í athugasemdir. Bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar.
Fyrirspurnir eru velkomnar á póstfangið: ira@ira.isEinnig má hafa samband við Jónas Bjarnason, TF3JB umsjónarmann námskeiðsins í síma 898-0559 eða á póstfang: jonas.bjarnason.hag@gmail.com
Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 14. ágúst. Sérstakir gestir félagsins voru þau Bob Staar, LX1BS og XYL Eva. Hann færði okkur m.a. félagsfána Radio-amateurs du Luxembourg (RL), eintak af félagsblaði þeirra sem kemur út 4 sinnum á ári [eins og CQ TF] og félagsmerki RL. Bob fékk borðfána ÍRA afhentan og eintak af nýjasta tölublaði CQ TF til að taka með heim til Lúxemborgar.
Þau voru afar hrifin af aðstöðu ÍRA og fannst frábært að félagsaðstaðan væri opin 4 sinnum í mánuði, en félagarnir í Lúx hittast einu sinni í mánuði. Fram kom, að félagafjöldi RL er um 400 og eru flestir leyfishafar. Þess má geta að Bob er ungmennafulltrúi RL og á ennfremur sæti í neyðarfjarskiptanefnd félagsins.
Góð mæting var þetta fimmtudagskvöld og félagarnir á báðum hæðum. Félagsstöðin TF3IRA var sett í loftið, bæði á CW og SSB í góðum skilyrðum á 7 MHz og 14 MHz. Menn eru orðnir spenntir fyrir að fá endurvarpann TF3DMR í loftið og verður væntanlega unnið að því í næstu viku, en eftir er að leggja að honum tengingu frá netbeini og loftnet; allt annað er til staðar. Einnig kom til tals, að gott væri að fá stafræna endurvarpann TF3RPI (QRG 439.950) virkan á ný, sem nú er bilaður. TF3RPI hefur gátt yfir netið út í heim og notast við D-STAR fjarskipti.
Að venju var mikið rætt um skilyrðin á HF, fjarskiptastöðvar, loftnet og annan búnað. Hugur er í mönnum að drífa upp loftnet fyrir veturinn og sumir velta fyrir sér kaupum á nýrri HF stöð á meðan gengi dollars er hagstætt en gengi dollars samkvæmt Seðlabanka Íslands var 122,50 kr. í gær (14. ágúst).
Þakkir til Þorvaldar Bjarnasonar, TF3TB sem færði félaginu Yaesu FC-902 loftnetsaðlögunarrás sem verður í boði á næsta flóamarkaði félagsins. Ennfremur þakkir til Sveins Goða Sveinssonar, TF3ID og Guðjóns Más Gíslasonar, TF3GMT fyrir afbragðsgott kaffi og meðlæti. Alls mættu 28 félagar og 3 gestir í Skeljanes þetta ágæta sumarkvöld í vesturbænum í Reykjavík.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-08-15 12:08:052025-08-15 12:11:26OPIÐ VAR Í SKELJANESI 14. ÁGÚST.
Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) dagana 3.-12. ágúst 2025.
Alls fengu 13 TF kallmerki skráningar. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8) en einnig á morsi (CW) og tali (SSB). Bönd: 6, 15, 17, 20 og 30 metrum.
Kallmerki fær skráningu þegar leyfishafi [eða hlustari] hefur haft samband við [eða heyrt í] TF kallmerki. Svokallað „self spotting“ er ekki tekið með. Upplýsingarnar eru fengnar á http://new.dxsummit.fi/#/ Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar. Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund(ir) útgeislunar og band/bönd sem kallmerki fær skráningu á.
Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.
Stjórn ÍRA.
TF1A FT8 á 6 og 15 metrum. TF2CT FT8 á 6 metrum. TF3AK FT8 á 20 og 30 metrum. TF3CZ FT8 á 20 metrum. TF3IRA CW á 20 metrum. TF3JB FT8 á 6 metrum. TF3VS FT8 á 17 metrum. TF3W CW á 15 og 20 metrum. TF5B FT8 á 17 og 30 metrum. TF8KW FT8 á 6 og 20 metrum. TF8SM FT8 á 6 og 15 metrum. TF/F5TGR FT8 á 20 og 30 metrum. TF/OE5VTC SSB á 15 metrum.
Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.
Stjórn ÍRA.
Félagsstöðin TF3IRA var virk á tímabilinu. Á myndinni er Hrafnkell Sigurðsson TF8KY í loftinu frá Skeljanesi.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-08-13 16:58:492025-08-13 16:58:51VÍSBENDING UM VIRKNI.