Einar, TF3EK var í Skeljanesi í gærkvöldi með hátæknilegt erindi um DSP. Þrettán radíóáhugamenn hlustuðu á Einar og spurðu margra spurninga jafnvel bættu við en menn komu hvergi að tómum kofa hjá Einari. Einar sagði frá því hvernig hann kynntist fyrst stafsetningu upplýsinga í sinni vinnu við jarðskjálftamæla Veðurstofunnar á síðustu öld. Hann var spurður hvort hægt væri að spá fyrir um gos með einhverjum fyrirvara en tæknin er tæplega komin á það stig ennþá. Þekkt er að einu sinni taldi starfsmaður sem staddur var við jarðskjálftamælirit sig sjá að gos var í aðsigi 15 mínútum áður en vart varð við gosið í byggð sem reyndist rétt. En með betri og hraðvirkari úrvinnslu upplýsinga frá jarðskjálftamælum er von til þess að hægt verði að spá með meiri nákvæmni um líkur á jarðskjálftum og gosum. Einnig kom fram í gærkvöldi að menn nota svipaða stærðfræði til að spá fyrir um framvindu ýmissa hagfræðilegra þátta enda álíka dyntótt fyrirbæri og jarðskjálftar eða gos. Ekki væri ónýtt að geta verið með í fartölvunni sinni rauntíma úrvinnslu á líkindum gengisbreytinga og verðbólgu eða bensínverði.
Stafsetning=digitalisation
Kaffi og meðlæti að hætti Ölvis brást ekki framar venju.
Hér á eftir koma glærurnar sem Einar sýndi í gærkvöldi:
[pdf-embedder url=”http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/11/tf3ekharec.pdf”]


Eftir því sem best er vitað verða tvær stöðvar í gangi á Vatnsenda, TF3CW á 40 metrum og TF3JB á 80 metrum. TF2LL á 40 metrum í Borgarfirðinum og TF3T í Grímsnesi. Eflaust verða fleiri í loftinu. Ef einhverjir hafa áhuga þá er félagsstöðin í ágætu standi og tilbúin í keppnina. Áhugasamir geta haft samband við einhvern úr stjórn og fengið lánaðan lykil ásamt leiðbeiningum.







