YB ORARI DX CONTEST. Keppnin er haldin á laugardag 14. júní frá kl. 00:00 til kl. 23:59. Keppnin fer fram á SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð YB stöðva: RS + “ORARI”. Skilaboð annarra: RS + “DX”. https://www.oraricontest.id/#content
SKCC WEEKEND SPRINTATHON. Keppnin er haldin laugardag 14. júní frá kl. 12:00 til sunnudags 15. júní kl. 12:00. Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum. Skilaboð: RST + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining) + nafn + (SKCC nr./“NONE“). https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon
PORTUGAL DAY CONTEST. Keppnin er haldin laugardag 14. júní frá kl. 12:00 til sunnudags 15. júní kl. 12:00. Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð CT stöðva: RS(T) + hérað (e. district). Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer. https://portugaldaycontest.rep.pt/rules.php
REF DDFM 6M CONTEST. Keppnin er haldin laugardag 14. júní frá kl. 14:00 til sunnudags 15. júní kl. 14:00. Keppnin fer fram á CW, SSB og FM á 6 metrum. Skilaboð RS(T) + raðnúmer + 4 stafa Maidenhead reitur (e. grid square). https://concours.r-e-f.org/reglements/actuels/reg_ddfm50_fr_20250312.pdf
GACW WWSA CW DX CONTEST. Keppnin er haldin laugardag 14. júní frá kl. 15:00 til sunnudags 15. júní kl. 15:00. Keppnin fer fram á á CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RST + CQ svæði. https://gacw.ar
VK SHIRES CONTEST. Keppnin er haldin laugardaginn 7. júní frá kl. 00:00 til kl. 23:59. Keppnin fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð VK stöðva: RS(T) + sveitarfélag (e. shire). Skilaboð annarra: RS(T) + CQ svæði. https://www.wia.org.au/members/contests/wavks
TISZA CUP CW CONTEST. Keppnin er haldin laugardaginn 7. júní frá kl. 02:00 til kl. 14:59. Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RS(T) + CQ svæði. https://www.tiszacup.eu/index.php/en/contest-rules
ATLANTIC CANADA QSO PARTY. Keppnin er haldin laugardag 7. júní kl. 02:00 til sunnudags 8. júní kl. 12:00. Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð VE1/9, VO1/2 og VY2 stöðva: RS(T) + fylki + sýsla. Skilaboð annarra: RS(T) + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining). https://www.acqp.ca
UKSMG SUMMER CONTEST. Keppnin er haldin laugardag 7. júní kl. 13:00 til sunnudags 8. júní kl. 13:00. Keppt er á öllum tegundum útgeislunar á 6 metrum. Skilaboð: RS(T) + raðnúmer + 6 stafa Maidenhead reitur (e. grid square). https://uksmg.org/summer-contest-rules.php
ARRL INTERNATIONAL DIGITAL CONTEST. Keppnin er haldin laugardag 7. júní kl. 24:00 til sunnudags 8. júní kl. 14:59. Keppnin fer fram á DIGITAL (þó ekki á RTTY) á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum. Skilaboð: 4 stafa Maidenhead reitur (e. grid square). https://www.arrl.org/arrl-digital-contest
Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja er miðuð við 2. júní 2025. Sautján TF kallmerki eru með virka skráningu. Að þessu sinni hefur staða sex kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista: TF1A, TF2LL, TF3G, TF3JB, TF3SG og TF3MH. Samtals er um að ræða 33 uppfærslur frá 24. mars s.l.
TF3SG kemur inn með 8. DXCC viðurkenninguna, nú á 17 metrum og TF3JB hefur náð 2. áfanga í DXCC Challenge með 1510 heildarpunkta. Aðeins tvö önnur TF kallmerki hafa náð 2. áfanga, þ.e. TF3DC og TF4M.
Alls hafa [a.m.k.] 25 íslensk kallmerki sótt um og fengið DXCC viðurkenningar til þessa dags.
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 5. júní á milli kl. 20:00 og 22:00.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.
Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið, flokka kort og raða í hólfin. Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffi og tekur til meðlæti.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
Úr félagsstarfinu.Skeljanesi 28. janúar 2010. Frá vinstri: Sigurður Smári Hreinsson, TF8SM; Guðmundur Ingi Hjálmtýsson, TF3IG; Jón Gunnar Harðarson, TF3PPN; og Þór Magnússon, TF3TON. Ljósm.: TF3JON.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-06-01 20:23:572025-06-01 20:23:58OPIÐ VERÐUR Í SKELJANESI 5. JÚNÍ.
Endurvarpinn TF5RPD á Vaðlaheiði er væntanlegur í loftið í þessum mánuði (júní).
Benedikt Guðnason, TF3TNT sagði að gerð hafi verið tilraun að tengja nýjan Icom endurvarpa í fjallinu í s.l. viku þegar kom í ljós að loftnetið á staðnum var bilað. Ekki gafst tími til að koma því í lagi og er áformað að gera aðra ferð á fjallið í þessum mánuði (júní) og endurnýja loftnetskapal og loftnetið sjálft, ef þarf. Síðast var skipt um loftnet árið 2012.
Nýr búnaður TF5RPD mun vinna á sömu tíðni og áður, þ.e. 145.625 MHz og verður útbúinn með 88,5 tónaðgangi. Vaðlaheiði er í 550 m hæð yfir sjó.
Sérstakar þakkir til Benedikts Guðnasonar, TF3TNT fyrir dýrmætt framlag.
Stjórn ÍRA.
Útbreiðslumynd fyrir TF5RPD sem er staðsettur í Vaðlaheiði norðaustan Akureyrar.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-06-01 14:17:212025-06-01 14:38:44TF5RPD ER VÆNTANLEGUR Í LOFTIÐ.
Fræðsludagskrá ÍRA vorið 2025 er nú lokið. Alls voru 10 tilgreind erindi í boði, þ.m.t. flóamarkaður og frábært erindi Ólafs Arnar Ólafssonar, TF1OL sem bættist við auglýst „prógramm“ sem kynnt var í upphafi starfsársins – sem og 6 fimmtudagsopnanir þar sem í boði var opin málaskrá. Á fjórða hundrað félagsmenn og gestir sóttu þessa viðburði.
Nú tekur við „opið hús“ í Skeljanesi í sumar og hefur þó nokkur fjöldi erlendra leyfishafa m.a. boðað komu sína, að venju. Sérstakar þakkir til þeirra félagsmanna sem fluttu okkur ofangreind erindi og til þeirra félaga sem mættu í Skeljanes. Einnig þakkir góðar til Andrésar Þórarinssonar, TF1AM varaformanns, sem hafði veg og vanda af fræðsludagskránni.
Þess má geta, að lokað verður í Skeljanesi fimmtudag 29. maí þar sem þá er uppstigningardagur. Næsta opnun félagsaðstöðunnar verður fimmtudag 4. júní.
Stjórn ÍRA.
Yngvi Harðarson TF3Y flutti okkur síðasta erindið á fræðsludagskrá vorsins 22. maí s.l. um fjarskipti fyrir tilstilli loftsteinaskúra.
Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 21.-27. maí.
Alls fengu 16 TF kallmerki skráningar. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og/eða FT4) en einnig á morsi (CW) og tali (SSB). Bönd: 6, 15, 17, 20, 30, 40, 80 metrar og um QO-100 gervitunglið.
Kallmerki fær skráningu þegar leyfishafi [eða hlustari] hefur haft samband við [eða heyrt í] TF kallmerki. Svokallað „self spotting“ er ekki tekið með. Upplýsingarnar eru fengnar á http://new.dxsummit.fi/#/ Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar.
Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund(ir) útgeislunar og band/bönd sem kallmerki fær skráningu á.
Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-05-27 12:00:032025-05-27 12:02:03VÍSBENDING UM VIRKNI.
Ein stærsta morskeppni ársins, CQ WW WPX var haldin um síðustu helgi, 24.-25. maí.
Keppnisdagbókum hafði verið skilað inn fyrir þrjú TF kallmerki þegar þetta er skrifað (þriðjudag):
TF3EO einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl. TF3VS einmenningsflokkur, öll bönd, háafl. TF3W einmenningsflokkur, öll bönd, háafl.
Flestur til að skila inn gögnum rennur út á miðnætti á föstudag.
Félagsstöð ÍRA Í Skeljanesi, TF3W var virkjuð í keppninni af Alex M. Senchurov, TF3UT. Niðurstöður voru ágætar miðað við skilyrði eða 2.608 QSO, 948 margfaldarar, 5615 punktar og 5.323.020 heildar-punktar. Sérstakar þakkir til Alex fyrir að virkja TF3W í keppninni.
Stjórn ÍRA.
Alex TF3UT á lyklaborðinu frá félagsstöðinni TF3W í Skeljanesi í keppninni.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-05-27 10:13:562025-05-27 10:13:57LOKAÐ Á UPPSTIGNINGARDAG.