Entries by TF3JB

,

CQ WW DX SSB 2024, BRÁÐAB.NIÐURSTÖÐUR

CQ World Wide DX SSB keppnin var haldin helgina 26.-27. október. Keppnisnefnd bárust alls 9.995 dagbækur. Þar af voru 9 TF kallmerki sem kepptu í  sex keppnisflokkum, auk viðmiðunardagbókar (e. Check-Log). Bráðabirgðaniðurstöður (e. raw scores) liggja fyrir frá keppnisnefnd samkvæmt áætlaðri stöðu í viðkomandi keppnisflokki yfir heiminn og yfir Evrópu. Lokaniðurstöður verða tilkynntar síðar. Hamingjuóskir […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 9.-10. NÓVEMBER

WAE DX CONTEST, RTTYKeppnin hefst á laugardag 9. nóvember kl. 00:00 og lýkur á sunnudag 10. nóvember kl. 23:59.Hún fer fram á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum á RTTY.Skilaboð: RST + raðnúmer.https://www.darc.de/der-club/referate/conteste/wae-dx-contest/en FISTS SATURDAY SPRINT CONTESTKeppnin stendur yfir laugardag 9. nóvember frá kl. 00:00 til kl. 23:59.Hún fer fram á 80, 40, 20, […]

,

PRÓF TIL AMATÖRLEYFIS 2. NÓVEMBER

Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis var haldið í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 2. nóvember kl. 10:00 árdegis. Alls þreyttu 14 prófið. Niðurstöður verða birtar á þessum vettvangi strax og þær liggja fyrir. Af alls 24 þátttakendum sem ýmist voru skráðir á námskeið félagsins í haust (19) eða eingöngu í próf (5) mættu 14 á prófstað eða […]

,

PRÓF FST TIL AMATÖRLEYFIS 2. NÓVEMBER

Minnt er á próf Fjarskiptastofu (FST) til amatörleyfis sem verður haldið í Háskólanum í Reykjavík, stofu M117 laugardag 2. nóvember. Kl. 10:00 – 12:00 Raffræði og radíótækni. Kl. 13:00 – 14:00 Reglur og viðskipti. Kl. 14:30 – Prófsýning. Prófið er öllum opið og er þátttaka í námskeiði til amatörprófs ekki forsenda þess að sitja prófið. […]

,

PRÓF TIL AMATÖRLEYFIS 2. NÓVEMBER

Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis verður haldið í Háskólanum í Reykjavík, stofu M117 laugardag 2. nóvember n.k. samkvæmt eftirfarandi: 10:00 – 12:00 Raffræði og radíótækni.13:00 – 14:00 Reglur og viðskipti.14:30 – Prófsýning. Prófið er öllum opið og er þátttaka í námskeiði til amatörprófs ekki forsenda þess að sitja prófið. ÍRA hefur sent inn lista fyrir þá […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 31. OKTÓBER

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 31. október fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA. .

,

TF3W í CQ WW DX SSB KEPPNINNI 2024

Sigurður Jakobsson, TF3CW virkjaði félagsstöðina TF3W í CQ World Wide DX SSB keppninni helgina 26.-27. október. Þrátt fyrir bilað Yagi loftnet á 20 m. varð útkoman frábær, alls 4.514 QSO og 2,858,458 heildarpunktar. Sjá meðfylgjandi yfirlitstöflu sem sýnir niðurbrot eftir böndum o.fl. TF3W keppti í „Einmenningsflokki, án aðstoðar, á öllum böndum, fullu afli“. Sérstakar þakkir […]

,

ERINDI TF3T Í SKELJANESI 24. OKTÓBER

Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudag 24. október. Benedikt Sveinsson, TF3T hélt fræðsluerindi kvöldsins sem var: „CQ WW keppnirnar; hvernig tek ég þátt?“ og hófst erindið stundvíslega kl. 20:30. Benedikt, sem hefur náð mjög góðum árangri meðal TF stöðva í mörgum alþjóðlegum keppnum útskýrði, að í boði eru CQ WW DX keppnir á […]

,

TILKYNNING FRÁ ARRL

Tilkynning var send út frá ARRL 23. október þess efnis, að afgreiðsla umsókna um DXCC og DXCC uppfærslur væri hafin á ný, sbr. meðfylgjandi skilaboð. Stjórn ÍRA. “The ARRL DXCC® System has been returned to service, and our staff is again processing applications for credit toward DXCC awards. The queue includes nearly 3,000 award applications […]

,

NEYÐARFJARSKIPTI Á 40 og 20 METRUM

ÍRA hafa borist upplýsingar um tíðnir á 40 og 20 metrum sem hafa verið teknar til notkunar fyrir neyðarfjarskipti vegna fellibylsins Oscar sem gengur nú yfir Kúbu og stefnir m.a. á Bahamaeyjar, en  radíóamatörar annast neyðarfjarskipti á þessum svæðum. Tíðnirnar eru: 7.110 MHz, 7.120 MHz og 14.325 MHz. Þess er farið á leit að íslenskir […]