LOKAÐ Í SKELJANESI 30. JANÚAR
Eftir samráð innan stjórnar, hefur verið ákveðið að félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verði lokuð í kvöld, fimmtudag 30. janúar. Ákvörðunin er tekin í ljósi mikillar ófærðar á svæðinu og áframhaldandi óvissu um veður og færð þegar líða tekur nær kvöldi. Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður næst opin fimmtudag 6. febrúar n.k. Stjórn ÍRA. Suðaustanhríðarveður (Gult ástand). […]
