FRÓÐLEGT ERINDI TF3KB Í SKELJANESI.
Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 6. febrúar. Kristján Benediktsson, TF3KB mætti með erindi kvöldsins, um „Alþjóðastarf radíóamatöra, m.a. IARU, NRAU og ITU“. Þetta var fyrsta erindið á nýrri vordagskrá ÍRA fyrir tímabilið febrúar-maí 2025. Kristján sagði í upphafi að ekki gerðu sér allir grein fyrir því hversu mikið árangur radíóamatöra í tíðnimálum […]
