Entries by TF3JB

,

FRÓÐLEGT ERINDI TF3KB Í SKELJANESI.

Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 6. febrúar. Kristján Benediktsson, TF3KB mætti með erindi kvöldsins, um „Alþjóðastarf radíóamatöra, m.a. IARU, NRAU og ITU“. Þetta var fyrsta erindið á nýrri vordagskrá ÍRA fyrir tímabilið febrúar-maí 2025. Kristján sagði í upphafi að ekki gerðu sér allir grein fyrir því hversu mikið árangur radíóamatöra í tíðnimálum […]

,

AÐALFUNDUR ÍRA 2025

Ágæti félagsmaður! Minnt er á að aðalfundur ÍRA verður haldinn sunnudaginn 16. febrúar 2025. Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 14:00. Dagskrá er samkvæmt 19. gr. félagslaga. f.h. stjórnar ÍRA, Jónas Bjarnason, TF3JBformaður

,

VALIÐ EFNI ÚR CQ TF 2018-2024.

Laugardaginn 25. janúar var ÍRA með móttöku í Skeljanesi fyrir nýja leyfishafa sem sem tóku þátt í námskeiði félagsins til amatörprófs haustið 2024 og náðu prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis 2. nóvember s.l. Meðal efnis sem nýjum leyfishöfum var bent á að gæti verið nytsamlegt, var samantekt greina sem birtust [einkum] í félagsblaðinu CQ TF á […]

,

AUKNAR HEIMILDIR Á 60 METRA BANDI.

ÍRA hefur borist jákvætt svar frá Fjarskiptastofu við ósk félagsins um rýmkun tíðni- og aflheimilda á 5 MHz (60 metra bandi). Íslenskum leyfishöfum stendur til boða [frá og með deginum í dag], að sækja um tímabundna undanþágu til notkunar á tíðnisviðinu 5260-5410 kHz í tilraunaskyni með eftirfarandi skilyrðum: (1) Leyfilegar eru allar mótunaraðferðir og hámarksbandbreidd […]

,

TF3KB VERÐUR Í SKELJANESI 6. FEBRÚAR.

Vordagskrá ÍRA fyrir tímabilið febrúar-maí 2025 hefst fimmtudaginn 6. febrúar í Skeljanesi. Þá mætir Kristján Benediktsson, TF3KB með erindi um „Alþjóðastarf radíóamatöra, m.a. IARU, NRAU og ITU“. Húsið opnar kl. 20:00 en Kristján byrjar stundvíslega kl. 20:30. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 8.-9. FEBRÚAR.

CQ WW RTTY WPX CONTEST.Keppnin stendur yfir laugardag 8. febrúar kl. 00:00 til sunnudags 9. febrúar kl. 23:59.Hún fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.Skilaboð: RST + raðnúmer.https://cqwpxrtty.com/rules.htm FISTS SATURDAY SPRINT CW CONTEST.Keppnin stendur yfir laugardag 8. febrúar kl. 00:00 til kl. 23:59.Hún fer fram á CW á 80, 40, […]

,

AÐALFUNDUR ÍRA 2025 – FUNDARBOÐ

Ágæti félagsmaður! Með tilvísan til 17. gr. félagslaga, er hér með boðað til aðalfundar ÍRA sunnudaginn 16. febrúar 2025. Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 14:00. Dagskrá er samkvæmt 19. gr. félagslaga. Nánar er vísað í fundarboð sem birt var í 1. tbl. CQ TF 2025 og […]

,

LOKAÐ Í SKELJANESI 30. JANÚAR

Eftir samráð innan stjórnar, hefur verið ákveðið að félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verði lokuð í kvöld, fimmtudag 30. janúar. Ákvörðunin er tekin  í ljósi mikillar ófærðar á svæðinu og áframhaldandi óvissu um veður og færð þegar líða tekur nær kvöldi. Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður næst opin fimmtudag 6. febrúar n.k. Stjórn ÍRA. Suðaustanhríðarveður (Gult ástand). […]

,

MÓTTAKA FYRIR NÝJA LEYFISHAFA Í SKELJANESI.

Laugardaginn 25. janúar var móttaka fyrir nýja leyfishafa sem sem tóku þátt í námskeiði ÍRA til amatörprófs haustið 2024 og náðu prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis 2. nóvember s.l. Allir 14 hafa fengið úthlutað kallmerki hjá stofnuninni. Dagskráin var vel sótt; allir þeir nýliðar sem áttu heimangengt komu, alls 9 manns. Birgir Freyr Birgisson, TF3BF; Daníel […]

,

NÝTT CQ TF ER KOMIÐ ÚT.

Ágætu félagsmenn! Mér er ánægja að tilkynna um útkomu félagsblaðsins okkar CQ TF, 1. tbl. 2025 í dag, 26. janúar. Blaðið er vistað á stafrænu formi á heimasíðu félagsins og má sækja það af vefslóðinni hér að neðan. Vefslóð: https://tinyurl.com/CQTF-2025-1 73 – Sæmi, TF3UAritstjóri CQ TF