Entries by TF3JB

,

OPIÐ VERÐUR Í SKELJANESI 5. JÚNÍ.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 5. júní á milli kl. 20:00 og 22:00. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið, flokka kort og raða í hólfin. Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID […]

,

TF5RPD ER VÆNTANLEGUR Í LOFTIÐ.

Endurvarpinn TF5RPD á Vaðlaheiði er væntanlegur í loftið í þessum mánuði (júní). Benedikt Guðnason, TF3TNT sagði að gerð hafi verið tilraun að tengja nýjan Icom endurvarpa í fjallinu í s.l. viku þegar kom í ljós að loftnetið á staðnum var bilað. Ekki gafst tími til að koma því í lagi og er áformað að gera […]

,

VEL HEPPNUÐ FRÆÐSLUDAGSKRÁ.

Fræðsludagskrá ÍRA vorið 2025 er nú lokið. Alls voru 10 tilgreind erindi í boði, þ.m.t. flóamarkaður og frábært erindi Ólafs Arnar Ólafssonar, TF1OL sem bættist við auglýst „prógramm“ sem kynnt var í upphafi starfsársins – sem og 6 fimmtudagsopnanir þar sem í boði var opin málaskrá. Á fjórða hundrað félagsmenn og gestir sóttu þessa viðburði. […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI.

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 21.-27. maí. Alls fengu 16 TF kallmerki skráningar. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og/eða FT4) en einnig á morsi (CW) og tali (SSB). Bönd: 6, 15, 17, 20, 30, 40, 80 metrar og um QO-100 gervitunglið. Kallmerki fær […]

,

CQ WW WPX KEPPNIN Á MORSI 2025.

Ein stærsta morskeppni ársins, CQ WW WPX var haldin um síðustu helgi, 24.-25. maí. Keppnisdagbókum hafði verið skilað inn fyrir þrjú TF kallmerki þegar þetta er skrifað (þriðjudag): TF3EO   einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl.TF3VS    einmenningsflokkur, öll bönd, háafl.TF3W    einmenningsflokkur, öll bönd, háafl. Flestur til að skila inn gögnum rennur út á miðnætti á föstudag. Félagsstöð ÍRA […]

,

VÖLUNDUR JÓNSSON, TF5VJN ER LÁTINN

Völundur Jónsson, TF5VJN hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað. Samkvæmt upplýsingum frá ættingjum lést hann á heimili sínu í Kópavogi. Völundur var á 82. aldursári og var handhafi leyfisbréfs radíóamatöra nr. 151. Um leið og við minnumst Völundar með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd stjórnar ÍRA, […]

,

100 ÁRA AFMÆLI IARU

Alþjóðasamband radíóamatöra, IARU, International Amateur Radio Union var stofnað í París 23. apríl 1925. Þann 26. apríl 2025 hélt IARU ásamt boðsgestum upp á 100 ára afmælið í veglegu afmælishófi. Viðburðarstjóri var Joel Harrison, W5ZN ritari IARU. Heillaóskir og ræður fluttu: Doreen Bogdan-Martin, KD2JTX, aðalritari ITU. Hún talaði um hið mikla og góða samband, sem […]

,

VANDAÐ OG FRÓÐLEGT ERINDI TF3Y.

Vetrardagskrá ÍRA vorið 2025 lauk með erindi Yngva Harðarsonar, TF3Y fimmtudaginn 22. maí. Erindi Yngva nefndist: „Fjarskipti fyrir tilstilli loftsteinaskúra“. Yngvi flutti þetta líka ágætis erindi um fjarskipti með hjálp loftsteinaskúra. Erindið var vel skipulagt og Yngvi er hafsjór upplýsinga enda vel sjóaður í þessum málum öllum. Hann varð heillaður af þessum fjarskiptahætti sem er […]

,

HAM RADIO SÝNINGIN 2025.

HAM RADIO sýningin 2025 í Friedrichshafen nálgast og verður haldin helgina 27.-29. júní n.k. á sýningarsvæði Neue Messe 1 í borginni Friedrichshafen í Þýskalandi. Vegna fyrirspurnar. Friedrichshafen er borg með um 60 þúsund íbúa við Bodensee vatnið í suður Þýskalandi. Borgin er með eigin flugvöll, en ekki er reglulegt flug til og frá Frankfurt. Hins […]