UPPFÆRSLA Á LoTW 27. JÚNÍ TIL 2. JÚLÍ.
Samkvæmt tilkynningu frá ARRL í dag, 23. júní verður aðgangur að Logbook of The World lokaður dagana 27. júní til 2. júlí n.k. (eða fyrr) vegna uppfærsu á gagnagrunni. Stjórn ÍRA.
This author has not written his bio yet.
But we are proud to say that TF3JB contributed 2415 entries already.
Samkvæmt tilkynningu frá ARRL í dag, 23. júní verður aðgangur að Logbook of The World lokaður dagana 27. júní til 2. júlí n.k. (eða fyrr) vegna uppfærsu á gagnagrunni. Stjórn ÍRA.
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 26. júní á milli kl. 20:00 og 22:00. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri ÍRA verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin og Guðjón […]
HIS MAJ. KING OF SPAIN CONTEST, SSB.Keppnin er haldin laugardag 28. júní kl. 12:00 til sunnudags 29. júní kl. 12:00.Keppnin fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.Skilaboð EA stöðva: RS + hérað (e. province).Skilaboð annarra. RS + raðnúmer.https://concursos.ure.es/en/s-m-el-rey-de-espana-ssb/bases UFT QRP CONTEST.Keppnin er haldin laugardag 28. júní kl. 06:00-09:00 og kl. 14:00-17:00.Keppnin […]
Það er kominn 17. júní! Gleðilega þjóðhátíð til félagsmanna og fjölskyldna þeirra. Um allt land eru hátíðarhöld í tilefni dagsins. Hér í Reykjavík mun borgin bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Skrúðganga verður frá Hallgrímskirkju, tónleikar, götuleikhús, dansveisla, sirkus, leiktæki, matarvagnar og fornbílasýningar í Hljómskálagarði og á Klambratúni svo fátt eitt sé nefnt. Stjórn ÍRA. .
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 19. júní á milli kl. 20:00 og 22:00. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn […]
Það er vaskur hópur félagsmanna sem stendur að baki uppsetningu og annast rekstur og viðhald viðtækja yfir netið. Þeir leggja metnað í að halda þeim gangandi – svo ekki sé talað um tíma og fjármuni. Þetta eru Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A (Reykjavík), Georg Kulp TF3GZ (Reykjavík), Árni Helgason TF4AH (Patreksfirði), Karl Georg Karlsson TF3CZ (Reykjavík) […]
ALL ASIAN DX CONTEST, CW.Keppnin verður haldin laugardaginn 21. júní frá kl. 00:00 til sunnudags 22. júní kl. 24:00.Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.Skilaboð: RST + 2 tölustafir fyrir aldur.https://www.jarl.org/English/4_Library/A-4-3_Contests/AA_rule_en.htm PAJAJARAN BOGOR DX CONEST.Keppnin verður haldin laugardaginn 21. júní frá kl. 00:00 til kl. 23:59.Keppnin fer fram […]
Næsta tölublað CQ TF, 3. tölublað ársins 2025, kemur út 20. júlí. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu. Skilafrestur efnis er til […]
Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 12. júní. Að venju voru málefni líðandi stundar á dagskrá, þar á meðal áhugamálið. Mikið var rætt um loftnet (enda er sumarið loftnetatími) og voru sumir á því að „gegnumbesta“ og ódýrasta loftnetið á HF væri 30 metra langur endafæddur vír. Einnig var rætt um stangarloftnet sem hefðu sína […]
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 12. júní á milli kl. 20:00 og 22:00. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin. Guðjón Már Gíslason, TF3GMG lagar kaffi […]
